Byggðasafn Dalamanna – Óþekkt andlit

DalabyggðFréttir

Annan hvorn sunnudag fram að áramótum verður dagskrá á Byggðasafni Dalamanna kl. 15.
Sunnudaginn 1. nóvember verður efnið „Óþekkt andlit“. Þar verður farið yfir óþekkt andlit og annað í ljósmyndasafninu. Bæði skoðaðar ógreindar og greindar myndir og fjallað um þær leiðir sem færar eru til að greina þær.
Sunnudaginn 15. nóvember heldur Héraðsskjalasafn Dalasýslu upp á norræna skjaladaginn. Samnorrænt þema í ár er „Án takmarkana – Gränslös“.
Ekki hefur verið fastsett dagskrá sunnudagana 29. nóvember, 13. desember og 27. desember. Frítt er inn dagskrá sunnudagana 1. og 15. nóvember.
Hver sá sem hefur efni fram að færa og tilbúninn að stíga á stokk, getur haft samband við safnvörð varðandi það. Einnig er tillögur að viðfangsefnum í vetur vel þegnar. Þá er á áætlun að halda áfram eftir áramót, ef áhugi er.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei