Silfurtún – laust starf við aðhlynningu

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir starfsmanni á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal.
Um er að ræða 70% starf við aðhlynningu og unnið er á vöktum.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Eyþór J. Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251.
Umsóknir berist á netfangið eythor @dalir.is fyrir 15. október 2015.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei