Opið hús í Röðli og tónleikar í Skarðskirkju

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 30. ágúst verður opið hús í félagsheimilinu Röðli á Skarðsströnd kl. 15 – 19 og tónleikar í Skarðskirkju kl. 20. Samkomuhúsið Röðull á 70 ára vígsluafmæli í ár. Síðustu ár hefur verið unnið að endurbótum á húsinu. Búið er að setja nýja glugga og útidyrahurð í húsið. Í sumar verður skipt um járn á þakinu, en verkefnið fékk styrk …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 116. fundur

DalabyggðFréttir

116. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 26. ágúst 2014 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga 2. Sturla Þórðarson 1214-2014 3. Markaðsstofa Vesturlands – Samstarfsverkefni 2014-2015 Fundargerðir til staðfestingar 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 145 4.1. Samgöngur og fjarskipti í Gilsfirði 5. Fundargerð 29. fundar félagsmálanefndar 6. Byggðarráð Dalabyggðar – 146 7. …

Héraðsbókasafn Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu hefur nú aftur opnað á hefðbundnum tímum eftir sumarleyfi bókavarðar. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18.

Tilkynning frá Sýslumanninum í Búðardal

DalabyggðFréttir

Þjóðskrá Íslands hefur að höfðu samráði við Innanríkisráðuneytið látið taka niður búnað til móttöku umsókna um vegabréf á skrifstofu sýslumannsins í Búðardal. Er því ekki unnt að taka við umsóknum um vegabréf þar. Umsækjendum er bent á að snúa sér til nærliggjandi sýslumannsembætta með umsóknir sínar. Sýslumaðurinn í Búðardal

Helgin 15. – 17. ágúst

DalabyggðFréttir

Heldur rólegra verður í Dölunum þessa helgi en þá síðustu, en ýmislegt um að vera í nágrenninu. Danskir dagar verði í Stykkishólmi, Íslandsmótið í hrútadómum í Sævangi á Ströndum og á Laugum verða Ellen, Eyþór og kvöldverður á Hótel Eddu. Danskir dagar í Stykkishólmi Bæjarhátíð Hólmara, Danskir dagar, verður haldin helgina 15.-17. ágúst í tuttugasta skiptið. Á dagskrá hátíðarinnar er …

Fjallskil

DalabyggðFréttir

Fjallskilaskyldir aðilar þurfa að hafa samband við viðkomandi fjallskilanefnd fyrir 11. ágúst til að leiðrétta fjártölur, að öðrum kosti verður miðað við hausttölur við ákvörðun fjallskila. Upplýsingar um skipan fjallskilanefnda er að finna í síðasta Dalapósti og hér á vefnum undir stjórnsýsla -> stjórnir, ráð og nefndir -> fjallskilanefndir. Vakin er athygli á að fjallskilanefndir Suðurdala og Haukadals hafa verið …

Fjallskil

DalabyggðFréttir

Þeir sem þurfa að leiðrétta fjártölur eru beðnir að hafa samband við viðkomandi fjallskilanefndir fyrir 11. ágúst nk.Að öðrum kosti verður notast við hausttölur við ákvörðun fjallskila.

Helgin 9.-10. ágúst

DalabyggðFréttir

Um helgina verður árleg kvennareið, Hnúksneshátíð, Ólafsdalshátíð, tónleikar á Laugum og síðustu forvöð að sjá myndlistasýninguna Dalir og hólar- Litur.   Dalir og hólar 2014 Síðasta sýningarvika er nú á Dalir og hólar 2014. Þema sýningarinnar er litur. Sýningarstaðir eru Byggðasafn Dalamanna á Laugum í Sælingsdal, Skarðsstöð á Skarðsströnd, Ytri-Fagridalur á Skarðsströnd,Staðarhóll í Saurbæ, Ólafsdalur í Gilsfirði, gamla kaupfélagshúsið í …

Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Í Ólafsdal er tekið á móti gestum alla daga fram til 10. ágúst kl. 12 – 17. Ólafsdalshátíð verður sunnudaginn 10. ágúst. Ólafsdalur og sýningar 2014 Auk þess að skoða skólahúsið sjálft, jarðræktarminjar og fallega náttúruna er þar hægt að skoða sýningar í skólahúsinu. Sýning um Bændaskólann í Ólafsdal 1880-1907 og önnur um nám og störf kvenna í Ólafsdal. Myndlistasýningin …

Auðarskóli – laust starf

DalabyggðFréttir

Við Auðarskóla vantar kennara í um 75-80 % starf fyrir næsta skólaár. Um er að ræða kennslu á yngsta stigi. Til greina kemur að ráða leiðbeinanda til starfa. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur @audarskoli.is