Sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019

DalabyggðFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir kynningarfundi um Sóknaráætlun Vesturlands í Dalabúð þriðjudaginn 17 mars kl.17:30. Á fundunum verður kynnt ný Sóknaráætlun Vesturlands.
Í tengslum við sóknaráætlun þarf að móta framtíðarsýn fyrir Vesturland, skilgreina átaksverkefni og stofna Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Sjóðurinn mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og menningarmála og kemur í stað Vaxtarsamnings Vesturlands og Menningarsamnings Vesturlands.
Allir eru velkomnir.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei