Fjalla-Eyvindur í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Kómedíuleikhúsið sýnir Fjalla-Eyvind í Tjarnarlundi 24. apríl, sumardaginn fyrsta kl. 20:30. Miðaverð er 2.500 kr. og enginn posi. Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi, enda í útlegð í fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaldrar sínir. Eyvindur var mikill hæfileikamaður, smiður góður, fimur mjög og meira …

Firmakeppni Hesteigendafélagsins í Búðardal

DalabyggðFréttir

Árleg firmakeppni Hestaeigendafélagsins í Búðardal verður haldin á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl á reiðvellinum í Búðardal kl. 13. Dagskráin hefst með hópreið frá hesthúsahvefinu á reiðvöllinn. Keppt verður í polla- (teymt undir), barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokkum. Skráningar eru á staðnum. Undanfarin ár hefur yngri kynslóðin verið sérstaklega dugleg að mæta til keppni í búningum og búin að skreyta …

Fjarskiptamál – Framtíðarfyrirkomulag alþjónustu

DalabyggðFréttir

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt umræðuskjal á heimasíðu sinni um framtíðarfyrirkomulag alþjónustu varðandi þá skyldu innan alþjónustu, að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið. Bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar 15. apríl Sveitarstjórn Dalabyggðar hvetur til þess að Póst- og fjarskiptastofnun hefjist þegar í stað handa við gerð áætlunar um ljósleiðaravæðingu landsins alls. Miðað við fyrirliggjandi gögn ætti að vera raunhæft að tengja þá …

Ársreikningur Dalabyggðar 2013

DalabyggðFréttir

Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2013 fyrir A og B-hluta voru 675,5 millj. kr., en rekstrargjöld 635,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 40,0 millj. kr. Fjármunagjöld umfram fjármunatekjur námu 18,2 millj. kr og rekstrarniðurstaða því jákvæð um 21,8 millj. kr. Í A hluta voru rekstrartekjur 563,2 millj. kr., rekstrargjöld 513,9 millj. kr. og fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld …

Spilakvöld og páskabingó í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Nemendafélag Auðarskóla stendur fyrir félagsvist og bingói í Tjarnarlundi á fimmtudag og laugardag. Félagsvist Hið árlega spilakvöld í Tjarnarlundi í Saurbæ verður haldið á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl kl. 20. Þátttökugjald er 700 krónur. Sjoppa og posi á staðnum. Allur ágóði kvöldsins rennur til Lúkasar (hjartahnoðstækis) Páskabingó Hið árlega páskabingó í Tjarnalundi í Saurbæ verður haldið á laugardaginn 19. apríl …

Páskabingó

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir verður með páskabingó þriðjudaginn 15. apríl kl. 17 í Dalabúð. Öll innkoma rennur beint í söfnun sjúkraflutningsmanna fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki til að hafa í sjúkrabíl í Búðardal.

Næringarfræðingur

DalabyggðFréttir

Ólöf Helga Jónsdóttir, næringarfræðingur, verður með stofu á heilsgæsunni í Búðardal föstudaginn 25. apríl næst komandi. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Bergsveinn og Geirmundur í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Bergsveinn Birgisson mun verða með erindi á vegum Þaulseturs miðvikudaginn 16. apríl kl. 20 í Tjarnarlundi í Saurbæ um landnámsmanninn Geirmund heljarskinn og bók sína Den svarte vikingen. Geirmundur heljarskinn var konungssonur frá Rogalandi, fór í víking til Írlands og Bjarmalands (N-Rússland) og endaði ævina á Skarðsströndinni. Áralangar rannsóknir liggja að baki bókarinnar og gengur sagnfræði bókarinnar að hluta þvert …

Páskagleðin

DalabyggðFréttir

Móðir/faðir hvar er barnið þitt? Hugleiðing í aðdraganda páskanna. Íslenskar kannanir sýna að börn og unglingar/ungmenni vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum en þau gera. Samverustundir fjölskyldna eru dýrmætar og hvetja unga fólkið til heilbrigðara lífernis. Verum samstíga um að gera páskana að hátíð þar sem fjölskyldan skemmtir sér saman. Með því sjáum við til þess að börnin okkar …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 111. fundur

DalabyggðFréttir

111. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 15. apríl 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Gera má ráð fyrir að tillaga verði gerð að því að fundargerð 49. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar verði tekin á dagsskrá en fundurinn hefur verið boðaður 14. apríl. Almenn mál 1. Samorka – Boð um aðild að samtökunum 2. Veiðifélag Laxár …