Viðurkenning fyrir umhverfismál

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 18. nóvember sl. fékk Svavar Garðarsson í Búðardal afhenta viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf á sviði umhverfismála í Dalabyggð.
Í máli Jóhannesar H. Haukssonar oddvita kom fram að Svavar hafi haft frumkvæði að því að sveitarstjórn ráðstafar fjármagni árlega til sjálfboðavinnuverkefna og hafi sjálfur verið einstaklega duglegur að sækja í sjóðinn til ýmissa umhverfisverkefna í Búðardal.
Ákvörðun um að veita Svavari viðurkenninguna var tekin á fundi sveitarstjórnar á degi íslenskrar náttúru 16. september sl.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei