Vegna tafa á afhendingu verður sorpflokkunarhúsið (kráin) í endurvinnslustöðinni við Vesturbraut ekki tilbúin til notkunar fyrr en síðar í vikunni. Beðist er afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda. Sveitarstjóri
Atvinnuráðgjafi SSV
Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður ekki við í Búðardal á morgun, þriðjudaginn 1. apríl, eins og áður var auglýst. En hann verður þess í stað miðvikudaginn 2. apríl kl. 13-15.
Félagsvist í Árbliki
Kvenfélagið Fjóla verður með þriðja og síðasta spilakvöld vetrarins í Árbliki laugardaginn 29. mars kl. 20:30. Aðgangseyrir er 800 kr og frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar verða að lokinni spilamennsku.
Karlakórinn Lóuþrælar
Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnaþingi vestra halda tónleika í Búðardal fimmtudaginn 27. mars kl. 21. Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson, undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari Guðmundur Þorbergsson. Aðgangseyrir er 3.000 kr (enginn posi) og frítt fyrir 14 ára og yngri.
Dalir og hólar – litir 2014
Óskað eftir uppástungum frá heimamönnum um sýningarstaði fyrir myndlistasýninguna DALIR og HÓLAR 2014. Myndlistasýningin DALIR og HÓLAR er nú í undirbúningi og verður þetta í 5. skipti sem sýningin er haldin. Sýningarnar draga nafn sitt af staðsetningu, Dalabyggð og Reykhólasveit, nánar tiltekið svæðinu við Breiðafjörð og í Dölum. Verkefnið byggist ekki síst á góðu samstarfi við heimamenn og aðila á …
Auðarskóli – skólaliði
Vegna forfalla vantar tímabundið skólaliða til starfa í grunnskóladeild Auðarskóla. Um er að ræða 75 % starf. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur @audarskoli.is
Borgarafundur á Hótel Vogi
Trausti Bjarnason hefur boðað til almenns borgarafundar að Hótel Vogi á Fellsströnd, mánudaginn 24. mars næstkomandi klukkan 20. Fundarefni eru samgöngu-, raforku-, fjarskipta- og önnur mál. Boðaðir hafa verið á fundinn allir þingmenn Norðvesturkjördæmis ásamt fulltrúum frá Vegagerðinni, Rarik og aðilum sem hafa með fjarskiptamál svæðisins að gera. Íbúar Dalabyggðar og nærsveita eru hvattir til að mæta á fundinn og …
Jón frá Ljárskógum
Aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum verður minnst í Dalabúð laugardaginn 29. mars næstkomandi milli klukkan 15:00 og 18:00. Dagskrá Myndasýning á tjaldi Hilmar B Jónsson sýnir um 50 myndir úr safni föður síns og eigin safni. Kaffiveitingar Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir Tónlist Halldór Þ Þórðarson stjórnar Þorrakórnum. Lög og ljóð Jóns frá Ljárskógum Dallilja Sæmundsdóttir syngur nokkur lög Undirleikur Þorgeir Ástvaldsson Lestur …
Jóganámskeið
Jóganámskeið sem áttu að vera laugardaginn 22. mars með Þórdísi Eddu Guðjónsdóttur falla niður af óviðráðanlegum ástæðum.
Fjórgangur í Nesoddahöllinni
Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir keppni í fjórgangi laugardaginn 22. mars kl. 13 í Nesoddahöllinni Búðardal. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkum. Í barnaflokki verður keppt í hægu tölti, brokki, feti og fegurðartölti. Upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu Glaðs. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 19. mars og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Aðalfundur Glaðs …