Íslandsmeistaramótið í rúningi

DalabyggðFréttir

Sjöunda Íslandsmeistaramótið í rúningi verður haldið á haustfagnaði FSD laugardaginn 25. október í reiðhöllinni í Búðardal.

Keppendur

Skráningar í keppnina eru hjá Gumma á Völlum í síma 434 1521 eða á netfangið kjarlak@simnet.is. Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 21. október.

Reglur

Tvær umferðir eru og betri umferðin látin gilda. Fyrri stig eru ekki flutt yfir í úrslitin.
Tímataka hefst þegar rúningsmenn eru ræstir af stað og tímataka stöðvast þegar keppandi slekkur á klippunum eftir síðustu kind. Eitt refsistig reiknast fyrir hverjar 20 sekúndur frá því tímataka hefst.
Eitt refsistig reiknast fyrir hverja greinilega tvíklippingu. Miðað skal við eitt stig fyrir hverja 18 cm2.
Eitt refsistig reiknast fyrir ull sem er skilin eftir. Miðað skal við eitt stig fyrir hverja 18 cm2.
Eitt refsistig reiknast ef klippt er í skinn. Miðað skal við eitt stig fyrir hverja 3 cm.
Heildar refsistig eru fundin með því að deila fjölda refsistiga í fjölda kinda sem eru klipptar.
Allt að fimm refsistig reiknast ef klippt er í eyra, tortu, spena eða svo mikið í skinn að það þarfnast aðgerðar.
Allt að 20 refsistig reiknast ef keppandi verður uppvís að svindli eða ósæmilegri hegðun.
Sá sem hefur fæst stig úr samanlögðum refsistigum fyrir tíma, rúningsgalla og annarra refsistiga er sigurvegari.

Íslandsmeistarar í rúningi

2013 Reynir Þór Jónsson

2012

Jóhann Hólm Ríkarðsson

2011

Hafliði Sævarsson

2010

Julio Cesar Gutierrez

2009

Julio Cesar Gutierrez

2008

Julio Cesar Gutierrez

Verðlaunaafhending er í reiðhöllinni að aflokinni keppni.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei