Auðarskóli – aðstoðarmatráður

DalabyggðFréttir

Í Auðarskóla vantar í afleysingar, aðstoðarmatráð í 50% starf.
Aðstoðarmatráður vinnur í mötuneyti skólans í Dalabúð frá kl. 9:00 – 14:00, mánudag – fimmtudags. Starfið felst í aðstoð í eldhúsi, gæslu og þrifum í matsal.
Launakjör fara eftir kjarasamningum SDS við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.
Upplýsingar um stöðuna veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434 1133 eða á netfanginu eyjolfur@audarskoli.is. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá rafrænt á sama netfang.

Auðarskóli

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei