Sunnudaginn 29. desember verður hið árlega jólaball Lionsklúbbs Búðardals haldið í Dalabúð og hefst kl. 15. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma en eins og venjulega er fólk beðið um að koma með smákökur eða eitthvað annað gott til að hafa með. Jólasveinar mæta á svæðið og aldrei er að vita hvað þeir hafa í pokanum sínum.
Spilakvöld Nemendafélags Auðarskóla
Spilakvöld Nemendafélags Auðarskóla er vera átti í kvöld, föstudaginn 27. desember, er frestað vegna slæmrar veðurspár. Ný tímasetning verður auglýst síðar.
Skrifstofa Dalabyggðar
Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð á aðfangadag 24. desember, föstudaginn 27. desember og gamlársdag 31. desember.
Guðþjónustur í Dalabyggð yfir jól og áramót
Guðþjónustur verða Breiðabólstaðar-, Snókdals-, Kvennabrekku-, Hjarðarholts-, Hvamms-, Staðarfells-, Skarðs- og Staðarhólskirkjum yfir jól og áramót. Auk þess verða helgistundir á hjúkrunarheimilunum Fellsenda og Silfurtúni. Aðfangadagur 24. desember Fellsendi kl. 14 Hátíðarhelgistund verður á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Miðdölum á aðfangadag jóla kl. 14. Sóknarprestur er sr. Anna Eiríksdóttir. Hjarðarholtskirkja kl. 18 Hátíðarguðsþjónusta verður í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal kl. 18 á aðfangadag. …
Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2014-2017
Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2014-2017 var til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 29. október sl. og til síðari umræðu 17. desember 2013. Álagningarhlutfall útsvars verði 14,52% samkvæmt breytingum á hámarksútsvari samþykktu af Alþingi til að tryggja aukið fjármagn vegna málaflokks fatlaðra sem sveitarfélög hafa tekið við. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutföll fasteignaskatts, lóðarleigu, holræsagjalds og vatnsskatts verði óbreytt frá …
Sýsluskrifstofa
Skrifstofa Sýslumannsins í Búðardal verður lokuð á aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember.
Sveitarstjórn Dalabyggðar 107. fundur
107. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 17. desember 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Skátafélagið Stígandi – ósk um áframhaldandi samstarf 2. Endurnýjun rekstrarleyfa fyrir Dalabúð og Árblik 3. Laugagerðisskóli – eignarhlutur 4. Skipun í nefndir og ráð Almenn mál – umsagnir og vísanir 5. Skýrsla starfshóps um starfsemi SSV Fundargerðir til staðfestingar …
Kynningardagur vegna tillögu á breytingu aðalskipulags Dalabyggðar 2004-2016
Kynningardagur fyrir íbúa og hagsmunaaðila vegna tillögu um breytingu á aðalskipulagi, ásamt uppdrætti og greinagerð, verður föstudaginn 13. desember kl. 10:00-12:00 á skrifstofu skipulagsfulltrúa í stjórnsýsluhúsinu, Miðbraut 11, Búðardal. Samanber 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar eru eftirtaldar: · Afmörkun á svæði undir sorpurðun í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. · Færsla vegar við Fellsenda í Miðdölum á rúmlega …
Tómstundabæklingur vor 2014
Óskað er eftir efni í Tómstundabækling Dalabyggðar sem verður gefin út í lok desember. Allir sem hafa hug á að halda námskeið fyrir börn og/eða fullorðna eru eindregið hvattir til að senda efni í bæklinginn hvort sem um er að ræða íþróttir, tómstundir, listir eða önnur menningartengd námskeið. Skilafrestur er til miðvikudagsins 17. desember. Það sem þarf að koma fram …