Skyndihjálparnámskeið verður haldið á vegum Búðardalsdeildar Rauðakrossins daganna 4. – 7. nóvember næstkomandi frá kl. 18–22 í Auðarskóla. Námskeiðið er 12 klukkustundir, 16 kennslustundir. Markmiðið er að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp og auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka. Viðfangsefni námskeiðisins eru undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, …
Refa- og minkaveiðar í Dalabyggð
Frá 1. september 2012 til 31. ágúst 2013 voru unnir 232 refir og 124 minkar í Dalabyggð. Útlagður kostnaður sveitarfélagsins vegna veiðanna var 5,9 m. kr., þar af er virðisaukaskattur um 1,1 m. kr. Endurgreiðsla ríkisins er að hámarki við 50% af kostnaði við minkaveiðar. Því geta að hámarki um 0,9 m. kr. komið í hlut Dalabyggðar. Ríkissjóður virðist því …
Flóamarkaður
Flóamarkaðsstemming verður í Rauðakrosshúsinu laugardaginn 26 október kl. 11- 17. Þar verða til sölu á lágu verði, fulllorðins föt, barnaföt og allskonar dót. Fyrir þá sem vilja selja gamla dótið sitt þar, þá kostar söluborðið 300 krónur. Áhugasamir hafi samband við Jenny í sima 844 5710 eða í tölvupósti jenny @menntaborg.is. Fyrir flóamarkaðinum standa Harpa og Jenny.
Aðalinngangur stjórnsýsluhússins lokaður
Vikuna 14.-18. október verður aðalinngangur stjórnsýsluhússins í Búðardal lokaður vegna viðhaldsvinnu. Á meðan á framkvæmdum stendur við aðalinngang, verður gengið um inngang á vesturhlið, merktur lögreglu. Sýsluskrifstofa, lögregla og bókasafn eru til hægri á fyrstu hæð. Skrifstofa Dalabyggðar, félagsþjónusta og héraðsskjalasafn eru á á annarri hæð til vinstri. Héraðsbókasafnið verður opið kl. 13-16 þessa viku í samræmi við opnunartíma sýsluskrifstofu. …
Samtök um söguferðamennsku
Samtök um söguferðamennsku halda félagsfund sinn og málþing að Vogi á Fellsströnd laugardaginn 19. október kl. 11-15. Kl. 11 verður hugarflæðisfundur um þróunar- og nýsköpunartækifæri í söguferðaþjónustu í Dölum og við Breiðafjörð. Kl. 13 er málþing um eflingu ferðaþjónustu í Dölum og við Breiðafjörð. Þar munu heimamenn og Breiðfirðingar kynna það sem er í boð á svæðinu og ónýtta möguleika. …
Bólusetning gegn inflúensu
Árleg bólusetning gegn inflúensu er að hefjast á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Búðardal/Reykhólum. Sóttvarnarlæknir mælir með inflúensubólusetningu fyrir • alla einstaklinga 60 ára og eldri. • öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna, nýrna og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.• þungaðar konur. Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald á …
Íslandsmeistaramót í rúningi 2013
Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stendur sem fyrr fyrir Íslandsmeistaramótinu í rúningi fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. Keppnin hefst kl 14 í reiðhöllinni í Búðardal. Rúningsmenn og konur sem ætla að taka þátt í mótinu þurfa að skrá sig hjá Jóni Agli í síma 867 0982 eða á netfangið bjargey @simnet.is. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 21. október. Vegleg verðlaun eru í boði …
Leifsbúð
Starfskraft vantar í 50% starf í Leifsbúð. Þjónustulund er skilyrði, en æskilegt er að viðkomandi geti talað góða íslensku og ágæta ensku. Viðkomandi þarf að getað hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar eru hjá Freyju í síma 869 6463 eða hjá Vinnumálastofnun Vesturlands. Einnig er hægt að senda umsóknir á leifsbud@dalir.is eða hjá vinnumálastofnun inni á vef þeirra vinnumalastofnun.is undir …
Krabbameinsleit
Krabbameinsleit verður á heilsugæslunni í Búðardal 7. – 8. október. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Tómstundir haust 2013
Tómstundabæklingur fyrir haustönn 2013 er nú kominn út. Ritstjóri sem fyrr er Svala Svavarsdóttir. Í boði er íþróttaskóli fyrir yngstu börnin, skátastarf, glíma, knattspyrna, kirkjuskóli og fleira. Tómstundabæklingur haust 2013