Brothættar byggðir

DalabyggðFréttir

Byggðastofnun hefur frá árinu 2012 staðið fyrir verkefninu „Brothættar byggðir“ þar sem unnið er að bættri stöðu byggðarlaga í vanda með víðtæku samstarfi við íbúa, sveitarfélög, atvinnuþróunarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og fleiri aðila.
Meginmarkmið verkefnisins á hverjum stað eru skilgreind af verkefnisstjórn á grundvelli umræðna og forgangsröðunar á íbúaþingum sem ætlað er að virkja frumkvæði íbúa og samtakamátt.
Verkefnið nær nú til Bíldudals í Vesturbyggð, Breiðdalshrepps, Raufarhafnar í Norðurþingi og Skaftárhrepps en svigrúm er til þess að færa verkefnið út til nokkurra fleiri byggðarlaga.
Umsókn þarf að vera sameiginleg frá sveitarfélagi, landshlutasamtökum sveitarfélaga/atvinnuþróunarfélagi og íbúasamtökum, þar sem þau eru til staðar.
Á fundi sínum 15. apríl síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Dalabyggðar að óskað verði eftir að því að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi komi að umsókn um þátttöku í verkefninu ásamt Dalabyggð.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vef Byggðastofnunar

Byggðastofnun

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei