Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 17.september sl. að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Breytingarnar eru eftirtaldar: · Afmörkun á svæði undir sorpurðun í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. · Færsla vegar við Fellsenda í Miðdölum á rúmlega 1 km löngum kafla, auk nýrrar brúar og tilfærslu á námu, E14 Lýsingin er birt á …
Hönnunarsamkeppni FSD og Ístex
Árleg hönnunarsamkeppni Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og Ístex verður á haustfagnaði FSD fyrsta vetrardag. Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin og að þessu sinni skal hanna eitthvað til að verma háls/herðar. Tækni er frjáls; prjónar, heklunál, þæfing eða hvað annað sem henta þykir. En að sjálfsögðu skal unnið með íslenska ull. Sjálf hönnuarsamkeppnin er laugardaginn 26. október í …
Ljósmyndasamkeppni FSD
Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu efnir til ljósmyndasamkeppni þar sem eitthvert skemmtilegt augnablik er fangað á milli smalans, sauðkindarinnar, smalahundsins og smalahestsins. eða bara einhvert skemmtilegt tengt sauðkindinni úr leitum, réttum og smalamennskum hér í Dalasýslu. Því ættu allir að hafa myndavélina alltaf við höndina þegar verið er að ragast í fénu. Myndirnar skulu sendar á netfangið bjargeys@simnet.is í síðasta lagi …
Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Dalabyggð
Ný sveitarstjórnarlög tóku gildi 1. janúar 2012. Samkvæmt 29. grein þeirra laga skulu sveitarstjórnir setja sér siðareglur og senda þær ráðuneytinu til staðfestingar. Þá skulu siðareglur sveitarstjórnar birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélagsins eða á sambærilegan hátt. Siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalabyggð voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 18. júní 2013 og staðfestar af innanríkisráðuneytinu 3. september. Siðareglur kjörinna fulltrúa …
Réttamyndir Tona
Í myndasafninu er nú að finna myndir úr nokkrum réttum haustsins teknar af Birni Antoni Einarssyni. Eru þetta myndir úr Ljárskóga-, Brekku-, Skerðingsstaða-, Gillastaða- og Fellsendaréttum. Myndasafn
Átak til atvinnusköpunar
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Umsóknarfrestur til 19. september nk. Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í …
Styrkir úr Þróunarsjóðnum Ísland allt árið
Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði ferðamála í tengslum við markaðsátakið Ísland allt árið. Markmið sjóðsins er að styrkja þróun verkefna sem auka framboð utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í greininni. Til úthlutunar að þessu sinni eru samtals 35 milljónir króna. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum úthlutað 70 milljónum króna til 32 verkefna …
Augnlæknir
Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með stofu á heilsugæslunni í Búðardal fimmtudaginn 19. september nk. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 104. fundur
104. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 17. september 2013 og hefst kl. 18. Gera má ráð fyrir að lagt verði til að fundargerð 45. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar verði tekin á dagskrá. Dagskrá Almenn mál 1. 1309001 – Fjármálaráðstefna 2013 2. 1309009 – Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum – Ársfundur 2013 3. 1305015 – Skipun í …
Hittu heimamanninn
Fyrir áhugasama verður kynning á verkefninu „Hittu heimamanninn“ þriðjudaginn 10. september frá kl. 17. Í tengslum við kynninguna verður farið í stutta óvissuferð. Þeir sem vilja taka þátt í kynningunni eru beðnir um að hafa samband sem allra fyrst á netfangið localdalir@gmail.com eða í síma 893 3211 Hittu heimamanninn snýst um að byggja upp persónulega ferðaþjónustu í Dölum utan háannatíma …