Safnadagur Vesturlands

DalabyggðFréttir

Fyrsti sameiginlegi safnadagurinn á Vesturlandi verður sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Söfn, sýningar og setur á Vesturlandi verða opin og aðgangur verður ókeypis. Safnadagurinn er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Vesturlandi.
Markmiðin með Safnadegi Vesturlands er að vekja athygli heimamanna og gesta þeirra á fjölbreyttu starfi safna, sýninga og setra á Vesturlandi auk þess að efla sögu og menningartengda ferðaþjónustu í landshlutanum.
Hér í Dölum verður opið í Leifsbúð í Búðardal kl. 12-18, á Eiríksstöðum í Haukadal 12-14 og á Byggðasafni Dalamanna á Laugum kl. 14-17. Opnun í Ólafsdal í Gilsfirði fellur niður vegna rafmagnsbilunar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei