Ársreikningur Dalabyggðar 2013

DalabyggðFréttir

Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2013 fyrir A og B-hluta voru 675,5 millj. kr., en rekstrargjöld 635,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 40,0 millj. kr. Fjármunagjöld umfram fjármunatekjur námu 18,2 millj. kr og rekstrarniðurstaða því jákvæð um 21,8 millj. kr.
Í A hluta voru rekstrartekjur 563,2 millj. kr., rekstrargjöld 513,9 millj. kr. og fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld 8,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 41,1 millj. kr að teknu tilliti til fjármagnsgjalda.

Fastafjármunir voru í árslok 805,1 millj. kr., veltufjármunir 112,5 millj. kr. og eignir alls um 917,6 millj. kr. Langtímaskuldir voru 307,6 millj. kr., skammtímaskuldir 101,3 millj. kr., lífeyrisskuldbinding 59,1 millj. kr. og skuldir alls því um 468,1 millj. kr.

Fyrir A hluta var veltufé frá rekstri 71,0 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 65,2 millj. kr. Fyrir A og B hluta var veltufé frá rekstri 59,8 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 55,2 millj. kr. Veltufjárhlutfall var 1,11, eiginfjárhlutfall 0,49 og skuldahlutfall 69%.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum nam 69,1 millj. kr. Tekin voru ný langtímalán að upphæð 35 millj. kr. Handbært fé í ársbyrjun var 71,1 millj. kr. en í árslok 61,4 millj. kr.

Gert er ráð fyrir að ársreikningurinn verði kynntur á borgarafundi 3. maí nk. Innanríkisráðuneytið hefur gefið unanþágu til að síðari umræða fari fram 20. maí nk. sem er reglulegur fundardagur sveitarstjórnar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei