Spilakvöld og páskabingó í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Nemendafélag Auðarskóla stendur fyrir félagsvist og bingói í Tjarnarlundi á fimmtudag og laugardag.

Félagsvist

Hið árlega spilakvöld í Tjarnarlundi í Saurbæ verður haldið á
skírdag, fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.
Þátttökugjald er 700 krónur. Sjoppa og posi á staðnum. Allur ágóði kvöldsins rennur til Lúkasar (hjartahnoðstækis)

Páskabingó

Hið árlega páskabingó í Tjarnalundi í Saurbæ verður haldið á laugardaginn 19. apríl klukkan 20.
Spjaldið kostar 500 krónur. Sjoppa og posi á staðnum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei