Nú er komið að því að gera tómstundabækling fyrir haustið 2013 í Dalabyggð. Þeir sem vilja auglýsa námskeið og/eða atburð eru beðnir um að hafa samband við Svölu Svavarsdóttur. Bæklingurinn er gefinn út af Dalabyggð og er óskað eindregið eftir því að allir sem verða með námskeið eða atburði sendi inn svo að við séum með framboðið á einum stað, …
Fjallskil 2013
Fyrsta leit og réttir verða víðast hvar hér í Dölum helgina 14. – 15. september. Önnur leit og skilaréttir helgina 28. – 29. september. Aukaréttir verða laugardaginn 7. september í Ljárskógarétt í Laxárdal og Tungurétt á Fellsströnd. Allir ábúendur eða umráðamenn jarða eru skyldir að smala heimalönd sín fyrir skilarétt og koma ókunnugu fé til réttar áður en réttarhald hefst. …
Skátafélagið Stígandi
Fyrstu skátafundir vetrarins hefjast hjá dreka- og fálkaskátum fimmtudaginn 5. september. Dróttskátar byrja síðan þriðjudaginn 10. september. Í hverjum flokki eru 6-8 skátar. Hver flokkur útbýr sína eigin dagskrá í samvinnu við foringja og velur verkefni við hæfi. Dagskrá er send heim þegar hún er tilbúin. Vikulegir fundir eru í 12 vikur. Að öll jafna eru skátafundir í skátaherberginu í …
Laxdæluhátíð
Laugardaginn 7. september verður Laxdæluhátíð að Laugum í Sælingsdal í samstarfi heimamanna í Dölum og þriggja norrænna leikhúsa. Ókeypis er á hátíðina, en aðgangseyrir á harmonikkuballið er 1.000 kr. Hátíðin er einkum ætluð fullorðnum og börnum eldri en 10 ára. Dagskrá 10:00 Birna Lárusdóttir leiðir gesti um Laxdæluslóðir. 13:00 Hádegisverður. 14:00 Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar setur hátíðina og opnar sýninguna …
Álagablettir
Laugardaginn 7. september (þjóðtrúardaginn mikla 7-9-13) kl. 20 verður haldin kvöldskemmtun í Sauðfjársetrinu í tilefni opnunar sögu- og listasýningarinnar Álagablettir. Þar verða flutt tónlistaratriði og ýmis skemmtilegur fróðleikur. Dagrún Ósk Jónsdóttir íslenskunemi sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar og þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Rakel Valgeirsdóttir munu miðla fróðleik um álagabletti. Auk þess mun Arnar Snæberg Jónsson stíga …
Lokahóf UDN
Lokahóf UDN í frjálsum íþróttum verður haldið í /við íþróttahúsið á Reykhólum fimmtudaginn 5. september, klukkan 19. Þetta er uppgjör sumarsins og m.a. verða veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu á æfingar og mót, þátttökuverðlaun fyrir mætingu á kvöldmót, bestu afrek karla og kvenna í sumar og mestar framfarir milli ára. Allir keppendur fá plagg með árangri ársins í hinum ýmsu …
Héraðsbókasafn Dalasýslu
Héraðsbókasafn Dalasýslu verður opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18 frá og með 3. september. Safninu berast öðru hverju bókagjafir og hefur markavörður, Arndís Erla í Ásgarði, af miklum höfðingsskap gefið safninu Landsmarkaskrá 2013. Það er ómetanlegt þegar safninu er sýnd ræktarsemi og erum við þakklát fyrir það.
Samferða – söngtónleikar
Ingunn Sigurðardóttir sópran og Renata Ivan píanóleikari verða með söngtónleika í Leifsbúð laugardaginn 31. ágúst kl. 15. Miðaverð er 1.000 kr og ekki er hægt að taka við kortagreiðslum.
Laxdæluhátíð á Laugum
Laugardaginn 7. september býður Guðrún Ósvífursdóttir til veislu heima að Laugum í Sælingsdal. Þessi hátíð er árangurinn af samstarfi heimamanna í Dölum og þriggja norrænna leikhúsa um Laxdælasögu. Um morguninn verður farið um Laxdæluslóðir. Eftir hádegi verður boðið upp á tvær norrænar leiksýningar, íslenska og finnska. Þá verður blásið til spurningakeppni, Dalakonur af tveimur kynslóðum tala um söguna frá eigin …
Héraðsbókasafn lokað á þriðjudag
Vegna óviðráðanlegra ástæðna verður Héraðsbókasafnið lokað þriðjudaginn 27. ágúst. Opið verður fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13-18.