Tveir drengir í unglingadeild Auðarskóla fengu þá hugmynd fyrir nokkrum vikum að safna fyrir UNICEF. Hefur nemendafélagið verið að skipuleggja það upp á síðkastið, en þar sem mikil þörf er á aðstoð er komið að því að skella sér af stað í söfnunina. Dalamenn og fleiri hafa verið mjög duglegir að styrkja félagsstarf Auðarskóla þegar þau safna fyrir skemmtunum og …
Sýsluskrifstofa lokuð
Skrifstofa Sýslumannsins í Búðardal er lokuð föstudaginn 15. nóvember vegna námskeiða.
Karlakórinn Kári
Karlakórinn Kári heldur tónleika í Dalabúð laugardaginn 23. nóvember kl. 16. Karlakórinn Kári var stofnaður í ársbyrjun 2008 og samanstendur af 30félögum úr Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Kórstjórnandi frá upphafi hefur verið Hólmfríður Friðjónsdóttir. Á efnisskrá tónleikanna verða hefðbundin karlakóralög. Auk þess mun einn kórfélaganna, Lárus Ástmar Hannesson, syngja einsöng. Aðgangseyrir er 1.500 kr.
Sykurmælingar
Lionsklúbburinn í Búðardal ætlar í tengslum við alþjóðlega sykursýkisdaginn að bjóða íbúum Dalabyggðar og Reykhólahrepps upp á ókeypis sykurmælingu laugardaginn 16. nóvember í Samkaupum kl. 14-16 Þórður Ingólfsson læknir og Gróa Dal hjúkrunarfræðingur munu sjá um mælinguna. Sykursýki er falinn vágestur sem margir einstaklingar ganga með án nokkurrar vitneskju. En það getur haft í för með sér alvarlegan heilsubrest verði …
Árni Magnússon 1663-1730
Í dag, 13. nóvember, eru 350 ár liðin frá fæðingu Dalamannsins Árna Magnússonar handritasafnara. Árni Magnússon var fæddur á Kvennabrekku 13. nóvember 1663. Foreldrar hans voru sr. Magnús Jónsson og Guðrún Ketilsdóttir. Ungur var hann sendur í fóstur til móðurforeldra sinna, Ketils Jörundssonar prófasts og Guðlaugar Pálsdóttur í Hvammi. Fyrstu menntun sína hlaut Árni hjá Katli afa sínum, sem var …
Rúllupylsukeppnin
Sauðfjársetur á Ströndum og Slow food samtökin á Íslandi halda Íslandsmeistaramót í rúllupylsugerð í Sauðfjársetrinu á Ströndum laugardaginn 23. nóvember kl. 13. Þetta verður í annað skiptið sem keppnin er haldin. Árið 2012 var keppnin haldin í Króksfjarðarnesi. Þá fengu Strandamennirnir Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík, fyrstu verðlaun fyrir léttreykta rúllupylsu.Rúllupylsuuppskriftir þekkjast úr fornum og nýjum uppskriftarbókum en …
Norræni skjaladagurinn 2013
Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með sýningu í tilefni norræna skjaladagsins laugardaginn 9. nóvember kl. 13-17 í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Yfirskrift skjaladagsins að þessu sinni er „Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna“. Í héraðsskjalasafninu eru eintómir fjársjóðir og gersemar og því úr vöndu að ráða. Fyrir valinu varð nýjasta viðbót safnsins, vísnasafn Einars á Laugum. Í lok október var safninu afhent …
Tíkur í bandi
Tíkur í bandi verða með tónleika í Erpsstaðafjósinu laugardaginn 9. nóvember kl. 20:30.Létt stemming og ljúfir tónar í bland við jórtur og baul mjólkurkúnna. Enginn aðgangseyrir er inn á tónleikana, en baukur verður á staðnum fyrir þá sem vilja styðja við tónlist stelpnanna. Bandið Tíkur í bandi inniheldur 5 síungar stelpur sem elska alla tónlist. Þær hittust í biðsal X-Faktor …
Menningarráð Vesturlands 2014
Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki ársins 2014. Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2013. Athugið að hér eru tvenns konar styrkveitingar auglýstar, annars vegar menningarstyrkir og hins vegar stofn- og rekstrarstyrkir og er því um tvö aðskilin umsóknarform að ræða. Auglýsingin er háð fjárlögum ársins 2014. Menningarstyrkir Tilgangur menningarstyrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Árið 2014 mun …
Atvinnuráðgjafi SSV
Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður með viðveru í Búðardal í 4. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl og 6. maí. Auk þess má alltaf panta heimsókn frá atvinnuráðgjafa utan auglýsts viðverutíma. Síminn á skrifstofu er 433 2310. Hlutverk atvinnuráðgjafa eru að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. Verkefni þróunar- og ráðgjafadeildar …