Bergsveinn Birgisson mun verða með erindi á vegum Þaulseturs miðvikudaginn 16. apríl kl. 20 í Tjarnarlundi í Saurbæ um landnámsmanninn Geirmund heljarskinn og bók sína Den svarte vikingen.
Geirmundur heljarskinn var konungssonur frá Rogalandi, fór í víking til Írlands og Bjarmalands (N-Rússland) og endaði ævina á Skarðsströndinni.
Áralangar rannsóknir liggja að baki bókarinnar og gengur sagnfræði bókarinnar að hluta þvert á viðurkenndar hugmyndir um landnám og þróun Íslands. Den svarte vikingen var tilnefnd í flokki fræðirita til Brage-bókmenntaverðlaunanna, sem eru virtustu bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Noregi.
Bergsveinn Birgisson er doktor í norrænum fræðum frá Háskólanum í Björgvin og starfar sem háskólakennari þarBergsveinn starfar sem háskólakennari í Bergen. Eftir Bergsvein hafa komið út ljóðabækurnar Íslendingurinn og Innrás liljanna og skáldsögurnar Landslag er aldrei asnalegt, Handbók um hugarfar kúa og Svar við bréfi Helgu, en fyrir hana var hann tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Enginn aðgangseyrir er, en mælum með að gestir mæti með 500 kr fyrir kaffibolla.