Laxdæluhátíð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 7. september verður Laxdæluhátíð að Laugum í Sælingsdal í samstarfi heimamanna í Dölum og þriggja norrænna leikhúsa. Ókeypis er á hátíðina, en aðgangseyrir á harmonikkuballið er 1.000 kr. Hátíðin er einkum ætluð fullorðnum og börnum eldri en 10 ára. Dagskrá 10:00 Birna Lárusdóttir leiðir gesti um Laxdæluslóðir. 13:00 Hádegisverður. 14:00 Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar setur hátíðina og opnar sýninguna …

Álagablettir

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 7. september (þjóðtrúardaginn mikla 7-9-13) kl. 20 verður haldin kvöldskemmtun í Sauðfjársetrinu í tilefni opnunar sögu- og listasýningarinnar Álagablettir. Þar verða flutt tónlistaratriði og ýmis skemmtilegur fróðleikur. Dagrún Ósk Jónsdóttir íslenskunemi sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar og þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Rakel Valgeirsdóttir munu miðla fróðleik um álagabletti. Auk þess mun Arnar Snæberg Jónsson stíga …

Lokahóf UDN

DalabyggðFréttir

Lokahóf UDN í frjálsum íþróttum verður haldið í /við íþróttahúsið á Reykhólum fimmtudaginn 5. september, klukkan 19. Þetta er uppgjör sumarsins og m.a. verða veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu á æfingar og mót, þátttökuverðlaun fyrir mætingu á kvöldmót, bestu afrek karla og kvenna í sumar og mestar framfarir milli ára. Allir keppendur fá plagg með árangri ársins í hinum ýmsu …

Héraðsbókasafn Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18 frá og með 3. september. Safninu berast öðru hverju bókagjafir og hefur markavörður, Arndís Erla í Ásgarði, af miklum höfðingsskap gefið safninu Landsmarkaskrá 2013. Það er ómetanlegt þegar safninu er sýnd ræktarsemi og erum við þakklát fyrir það.

Samferða – söngtónleikar

DalabyggðFréttir

Ingunn Sigurðardóttir sópran og Renata Ivan píanóleikari verða með söngtónleika í Leifsbúð laugardaginn 31. ágúst kl. 15. Miðaverð er 1.000 kr og ekki er hægt að taka við kortagreiðslum.

Laxdæluhátíð á Laugum

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 7. september býður Guðrún Ósvífursdóttir til veislu heima að Laugum í Sælingsdal. Þessi hátíð er árangurinn af samstarfi heimamanna í Dölum og þriggja norrænna leikhúsa um Laxdælasögu. Um morguninn verður farið um Laxdæluslóðir. Eftir hádegi verður boðið upp á tvær norrænar leiksýningar, íslenska og finnska. Þá verður blásið til spurningakeppni, Dalakonur af tveimur kynslóðum tala um söguna frá eigin …

Gömul leiktæki til sölu

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir til sölu gömul leiktæki sem tekin hafa verið niður af leikvöllum sveitarfélagsins. Leiktækin eru í mismunandi ásigkomulagi. Myndir af þeim má sjá hér á vef Dalabyggðar. Óskað er eftir tilboðum í tækin. Bjóða má í hvert og eitt. Tilboð berist skrifstofu Dalabyggðar í lokuðu umslagi í síðasta lagi 6. september nk. merkt „Tilboð í leiktæki.“ Um 8 leiktæki …

Opið hús í Röðli

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 31. ágúst nk. verður opið hús í félagsheimilinu Röðli á Skarðsströnd kl. 15 – 19. Samkomuhúsið Röðull var byggt á árunum 1942-1944. Voru haldnar þar margar og fjölmennar samkomur. Húsið er nú í endurbyggingu og hefur til þess fengið styrk úr Húsafriðunarsjóði. Tvær sýningar hafa verið í Röðli í sumar. Umf. Tilraun/Vaka og samkomuhald í Röðli og ljósmyndasýningin „Vetur …

Háls-, nef- og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, verður með móttöku á heilsugæslunni í Búðardal föstudaginn 30. ágúst. Tímapantanir eru í síma 432 1450 Heilsugæslan í Búðardal