Staðarhólsbók rímna

DalabyggðFréttir

Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur verður með erindi um Staðarhólsbók rímna í Gyllta salnum á Laugum í Sælingsdal, fimmtudaginn 1. ágúst, kl. 21. Í lok apríl afhenti Kjartan Sveinsson tónlistarmaður, Sigurði Þórólfssyni bónda eftirgerð Staðarhólsbókar rímna. Eftirgerðin er nú til sýnis í Gyllta salnum á Laugum í Sælingsdal. Pétur Bjarnason bóndi á Staðarhóli í Saurbæ gaf Árna handritið 1707, en ekki er …

Bossa Nova og Samba á Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Óskar Guðjónsson, saxafónleikari og hinn brasilíski Ife Tolentino, söngvari og gítarleikari koma fram sunnudaginn 28. júlí kl. 20:30 í Gyllta sal Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal. Ómar Guðjónsson mun einnig koma fram með þeim. Þeir félagar, Óskar og Ife, kynntust fyrir 12 árum í London þegar Óskar var búsettur þar. Eitt af markmiðum Óskars var að kynnast brasilískan bossanóva-spilara til …

Landeigendur og héraðsvöld á Breiðafirði á 15. öld

DalabyggðFréttir

Sverrir Jakobsson heldur erindi á Nýp á Skarðsströnd laugardaginn 27. júlí kl. 14. Erindið fjallar um landeigendur og héraðsvöld á Breiðafirði á 15. öld. Saga Breiðafjarðarsvæðisins á 15. öld hefur iðulega verið sögð sem saga aðsópsmikilla landeigenda. Þetta stafar að einhverju leyti af eðli heimildanna. Til dæmis gat Arnór Sigurjónsson sótt í mjög auðugan skjalaforða varðandi erfðadeilur afkomenda auðmanna frá …

Reykhóladagar 25.-28. júlí 2013

DalabyggðFréttir

Reykhóladagar í ár verða helgina 25. – 28. júlí með fjölbreyttri dagskrá að vanda. Miðvikudaginn 24. júlí einbeita heimamenn sér að skreytingum. Fimmtudaginn 25. júlí verða kvikmyndasýningar á báta- og hlunnindasýningunni og kaffihúsakvöld. Föstudaginn 26. júlí fá börnin að fara á hestbak, súpa, fyrirlestur, kassabílakeppni, þrautabraut hverfanna, grill og spurningakeppni. Laugardaginn 27. júlí verður þarabolti, súpa, dráttarvélafimi, baggakast, baksturskeppni, markaður, …

Latíntónlist, saltfiskur og sveifludjass

DalabyggðFréttir

Tómas R. Einarsson og Gunnar Gunnarsson verða með tónleika á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal, miðvikudaginn 24. júlí kl. 21. Á tónleikunum munu þeir félagar leika fjölbreytta tónlist úr smiðju sinni, þ.á.m. latíntónlist og sveifludjass. Tómas R. er matgæðingur mikill og ljær matreiðslumeistara hótelsins uppskrift að kúbverskum saltfiskrétti sem tónleikagestir geta gætt sér á meðan á tónleikunum stendur. Einnig …

Ungmennaskipti SEEDS

DalabyggðFréttir

Seeds mun senda 5 Íslendinga til þátttöku í ungmennaskiptunum „Melting Potes: An Artistic Adventure About Cultural Diversity“ sem mun fara fram í bænum Saint Julien en Beauchêne í Hautes-Alpes, Frakklandi. Umsækjendur skulu almennt vera á aldrinum 18-25 ára, en a.m.k. einn meðlimur íslenska hópsins má þó vera á aldrinum 25-30 ára. Ekki er langur tími til umhugsunar því ungmennaskiptin fara …

Söfnun á rúlluplasti

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað á lögbýlum í Dalabyggð mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. júlí. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Baggabönd og net skal setja sér í glæra plastpoka. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og reglugerð nr. …

Dalas Arnas Magnenus Isla Island

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 8. ágúst kl. 21 verður Már Jónsson með erindi um Árna Magnússon handritasafnara og síðan munu Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson kveða úr rímum Áns bogsveigis. Dagskráin verður í Gyllta salnum á Laugum í Sælingsdal. Þegar Árni Magnússon, síðar prófessor og skjalaritari konungs, innritaðist þrítugur við háskólann í Leipzig haustið 1694 lét hann færa sig til bóka sem Dalas …

Halla formaður byggðarráðs

DalabyggðFréttir

Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar 16. júlí sl. var Halla Steinólfsdóttir kjörinn formaður ráðsins, Ingveldur Guðmundsdóttir varaformaður og Guðrún Jóhannsdóttir ritari.