Dreifnám í Dölum

DalabyggðFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar og Dalabyggð hafa gert með sér samkomulag um að hefja rekstur framhaldsdeildar í Dalabyggð nú í haust og hafa Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari og Sveinn Pálsson sveitarstjóri undirritað samning þess efnis. Menntaskólinn mun sjá um dreifnámskennslu í framhaldsdeild í Búðardal á komandi skólaári og Dalabyggð leggur til húsnæði og nauðsynlegan búnað. Jenny Nilson hefur verið ráðin sem umsjónarmaður dreifnámsins. …

Sýningar í Röðli

DalabyggðFréttir

Í samkomuhúsinu Röðli á Skarðsströnd verða þrjár sýningar í sumar. Opið verður daglega fram á haust. Þar sem engin lýsing er í húsinu eru opnunartímar frá sólarupprás til sólarlags. Sýningar um Umf. Tilraun/Vöku og samkomuhald í Röðli frá fyrra ári eru aftur komnar upp. Er það samstarfsverkefni Röðuls, Héraðsskjalasafns Dalasýslu og Byggðasafns Dalamanna með styrk frá Menningarráði Vesturlands. Þá er …

Nám og störf kvenna í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 13. júlí kl. 14 verður opnuð í Ólafsdal ný sýning á efri hæð skólahússins. Sýningin fjallar um nám og störf kvenna í Ólafsdal á dögum fyrsta búnaðarskólans á Íslandi. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir mun spjalla um efni sýningarinnar við opnun. Sýningin er samstarfsverkefni Ólafsdalsfélagsins og Byggðasafns Dalamanna. Í skólahúsinu verður þennan sama dag opnuð kynning á verkefni um matarhefðir við …

Ellen og Eyþór á Laugum

DalabyggðFréttir

Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram á Hótel Eddu á Laugum fimmtudaginn 11. júlí kl. 20:30. Á tónleikunum munu þau hjónin flytja nokkur þekktustu lög Ellenar ásamt öðrum dægurlagaperlum. Áður en tónleikarnir hefjast verður boðið upp á kvöldverð að hætti hússins, lambafille með kartöflumús, Jerúsalem ætiþistlum, vínberjum og möndlum á 4.600 kr. Einnig verða á boðstólum Dalaostar. Salurinn verður …

Friðarhlaupið

DalabyggðFréttir

Friðarhlaupið hófst 20. júní í Hljómskálagarðinum í Reykjavík og lýkur 12. júlí. Hlaupið verður hér í Dölum sunnudaginn 7. júlí. Alþjóðlegur hópur hlaupara bera logandi friðarkyndil á milli byggða og gefst öllum tækifæri á að taka þátt í hlaupinu. Hlaupið er boðhlaup og geta því allir fundir vegalengd við sitt hæfi. UDN skipuleggur mótttökur í Reykhólasveit og Dölum. Sunnudaginn 7. …

Sumarlokun Hárstofunnar

DalabyggðFréttir

Hárstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá fimmtudeginum 4. júlí til og með þriðudagsins 16. júlí.

Rotþróahreinsun

DalabyggðFréttir

Hreinsun rotþróa fer fram á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að rotþrær séu almennt hreinsaðar á þriggja ára fresti og hefur sveitarfélagið séð um hreinsun frá árinu 2009. Hafi einhverjir orðið útundan við hreinsun áranna 2010-2012 eða að þörf er fyrir aukalosun, skulu viðkomandi hafa samband við Viðar í síma 894 0013 eða á netfangið vidar@dalir.is hið fyrsta. Vakin …

Vegagirðingar

DalabyggðFréttir

Vegfarendur um Dalabyggð hafa haft samband við skrifstofu Dalabyggðar vegna lausagöngu sauðfjár. Til að draga úr slysahættu af völdum saufjár eru bændur og landeigendur í Dalabyggð hvattir til að huga að girðingum meðfram vegum.

Kjör oddvita og varaoddvita

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar 18. júní sl. var Jóhannes H. Hauksson kjörinn oddviti síðasta ár kjörtímabilsins.Eyþór J. Gíslason var kjörinn varaoddviti. Í byggðarráð voru kjörnar Ingveldur Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Halla Steinólfsdóttir. Til vara Guðrún Ingþórsdóttir, Eyþór Gíslason og Daði Einarsson. Byggðarráð skiptir með sér verkum á næsta fundi.

Sýslumaðurinn í Búðardal

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Sýslumannsins í Búðardal opin kl. 8:30 – 12:30 frá og með 1. – 12. júlí 2013. Sýslumaðurinn í Búðardal