Námskeið hjá Glað

DalabyggðFréttir

Fræðslu- og æskulýðsnefnd Glaðs hefur skipulagt nokkur námskeið nú í vetur. Rétt er þó að hafa í huga að einstaka námskeið verða einungis haldin ef næg þátttaka fæst.

Skráningar

Við skráningum á námskeiðin taka Heiðrún (sími 772 0860 eða netfangið hsandra @is.enjo.net), Svanborg (sími 895 1437 og netfangið svanborgjon @simnet.is) og Ágústa Rut (sími 771 3881 eða netfangið nem.arh1 @lbhi.is).

Almennt reiðnámskeið með Skildi Orra

Skjöldur Orri Skjaldarson ætlar að vera með almennt reiðnámskeið hjá Glað, frá byrjun febrúar og mun standa út apríl. Námskeiðið er ætlað börnum jafnt sem fullorðnum, konum sem körlum. Um hóptíma er að ræða en einnig verða hægt að fá einkatíma. Verð er 12.000 kr.

Járninganámskeið

Gunnar Halldórsson, Íslandsmeistari í járningum verður með járninganámskeið hjá Glað sunnudaginn 23. febrúar næstkomandi. Aðeins eru 5 pláss í boði. Verð er 20.000 kr. með skeifum. Tekið er við skráningum til 12. febrúar.

Reiðnámskeið með Ólafi Andra

Fyrstu helgina í mars, 8.-9. mars, er fyrirhugað námskeið með Ólafi Andra Guðmundssyni. Hann mun kenna í einkatímum, 45 mínútur í einu á hvert par (mann og hest), bæði laugardag og sunnudag. Einnig verður hann með einn sýnikennslutíma þar sem hann kemur sjálfur með hest. Verð er um 13.000 kr. Tekið verður við skráningum til 25. febrúar. Aðeins 10 pláss eru í boði svo öruggast er að skrá sig sem fyrst.

Skrautreiðarnámskeið

Sú hugmynd er uppi að Skjöldur Orri verði með skrautreiðarnámskeið fyrir fullorðna. Ekki er komin tímasetning né verð fyrir þetta námskeið. Nánari upplýsingar koma síðar á heimasíðu Glaðs. Þeir sem áhuga hafa ættu endilega að láta vita strax svo hægt verði að byrja námskeiðið sem fyrst.

Hestamannafélagið Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei