Smalinn

DalabyggðFréttir

Fyrsta mót ársins hjá hestamannafélaginu Glað er keppni í Smala í Nesoddahöllini í Búðardal laugardaginn 15. febrúar og hefst keppnin stundvíslega klukkan 13.
Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokkum. Nánari upplýsingar um reglur og skráningu á mótið eru á heimasíðu Glaðs.
Þá verður og liðakeppni eftirtöldum mótum vetrarins; smala, tölti, fjórgangi, vetrarleikum og íþróttamóti. Þrjú lið eru; sveitin sunnan Fáskrúðar, Búðardalur og sveitin norðan Fáskrúðar. Þeir félagar Glaðs sem búa utan Dalabyggðar og Reykhólasveitar þurfa að tilkynna til mótanefndar hvaða liði þeir ætla að keppa fyrir.Nánari upplýsingar um stigagjöf í liðakeppni er að finna á heimasíðu Glaðs.

Hestamannafélagið Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei