Fasteignagjöld 2014

DalabyggðFréttir

Álagning og innheimta fasteignagjalda fyrir árið 2014 er nú lokið og álagningarseðla má sjá á Island.is.
Athygli er vakin á röngum ártölum í síðasta Dalapósti. Að sjálfsögðu er miðað skattframtal 2013, vegna tekna 2012 við útreikning afslátts ellilífeyrisþega og öryrkja.

Innheimta

Fasteignagjöldin verða innheimt með rafrænum greiðsluseðlum sem hægt er að greiða í netbanka. Gjaldendum er bent á þann möguleika að láta viðskiptabanka sinn sjá um beingreiðslur á fasteignagjöldum.
Fjöldi gjalddaga er almennt 6. Sá fyrsti er 5. febrúar og sá síðasti 5. júlí. Ef heildargjöld greiðanda eru undir kr. 12.000 þá er einungis einn gjalddagi, 5. apríl. Ef heildargjöld greiðanda eru lægri en 250 kr. eru þau ekki innheimt.
Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur séu öll gjöld greidd í síðasta lagi 15. febrúar.
Nánari upplýsingar um staðgreiðsluafslátt, bankarreikning og innheimtu veitir Ingibjörg Jóhannsdóttir bókari í síma 430 4700 kl. 9-13. Einnig má senda fyrirspurn á netfangið ingibjorgjo @dalir.is.
Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga. Ef fasteignagjöldin eru ennþá ógreidd mánuði eftir eindaga verða þau send í innheimtu.

Álagning

Álagningarseðla fasteignagjalda má nálgast rafrænt (pdf-skjöl) á þjónustusíðu opinberra aðila www.island.is. Íbúar 67 ára og eldri fá þá senda í pósti og einnig þeir sem þess óska sérstaklega.
Aðgangur að Island.is er Íslykill (kennitala og lykilorð útgefið af þjóðskrá) eða rafræn skilríki.
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá á skrifstofu Dalabyggðar kl. 10-14, í síma 430 4700 kl. 9-13 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið dalir@dalir.is.
Álagður fasteignaskattur er
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða.
Lóðaleiga
a) íbúðarhúsnæðis er 1,70% af fasteignamati lóðar.
b) atvinnuhúsnæði er 2,00% af fasteignamati lóðar.

Afsláttur ellilífeyrisþega og öryrkja

Elli- og örorkulífeyrisþegar, með lögheimili og búsetu í Dalabyggð, njóta afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjaldi sem lagt er á íbúðarhúsnæði í eigu viðkomandi enda hafi hann þar búsetu. Afslátturinn er tekjutengdur (Skattframtal 2013, tekjur 2012).
Við ákvörðun afsláttar skulu notaðar eftirfarandi viðmiðanir:

Einstaklingar

Hjón / sambýlisfólk

Tekjur kr.

Afsláttur

Tekjur kr.

Afsláttur

Allt að

2.190.000

100%

Allt að

3.614.000

100%

Allt að

2.409.000

75%

Allt að

3.975.000

75%

Allt að

2.628.000

50%

Allt að

4.337.000

50%

Allt að

2.847.000

25%

Allt að

4.698.000

25%

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei