Fimmtudagurinn 9. maí er uppstigningardagur og er hann jafnframt sérstaklega helgaður öldruðum í kirkjunni. Af því tilefni verður messa á Silfurtúni kl. 13:30. Kaffi verður í boði Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur. Sama dag sýna íbúar Silfurtúns sýnis handverk vetrarins. Allir eru velkomnir á Silfurtún á degi aldraðra.
Fundur um sláturhúsið í Búðardal
Áhugafólk um framtíð Búðardals hefur boðað til upplýsingafundar í Dalabúð miðvikudaginn 8. maí kl. 20:30 um starfsemi sambærilega þeirri sem fyrirhuguð er í sláturhúsinu í Búðardal. Mikil umræða hefur verið um sölu sláturhússins undanfarnar vikur og fyrir liggja drög að starfsleyfi JHS Trading ehf. fyrir hausaverkun í húsinu. Á fundinum verður sambærileg starfsemi kynnt og einnig munu þau fyrirtæki sem …
Tillaga að starfsleyfi
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur auglýst tillögu að nýju starfsleyfi fyrir fiskþurkkun JHS Trading ehf. að Ægisbraut 2-4 í Búðardal. Samanber ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar og á vef Dalabyggðar frá 2. maí til 31. maí þar sem hægt verður að skoða hana og koma með …
Innritun í nám við framhaldsskóladeild MB í Búðardal
Nemendur sem hafa hug á að innritast í nám við framhaldsskóladeild MB í Búðardal þurfa að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 433 7700. Þetta gildir bæði um nemendur í 10. bekk grunnskóla sem ekki hafa nýtt sér forinnritun og eldri nemendur sem hafa áhuga á að hefja nám að nýju. Nemendur í 10. bekk sem hafa skráð sig …
Kór eldri borgara í Borgarnesi
Kór eldri borgara í Borgarnesi kemur í heimsókn á morgun, föstudaginn 3. maí til Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólasveit í Dalabúð kl. 14. Allir velkomnir.
Staðarhólsbók rímna
Í dag hófst formlega verkefnið Handritin alla leið heim þegar Sigurður Þórólfsson í Innri-Fagradal, fyrir hönd Dalamanna og Vestlendinga, tók á móti eftirgerð af Staðarhólsbók rímna úr höndum Kjartans Sveinssonar, fóstru handritsins. Í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar stendur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að sex litlum sýningum víðs vegar um land á sumri komanda. Á hverri …
Davíðsmótið
Davíðsmótið í bridge var haldið í Tjarnarlundi 27. apríl. Þátt tóku 17 pör víða að. Mótið unnu Sturlaugur Eyjólfsson og Birna Lárusdóttir á Efri-Brunná. Í öðru sæti voru Hermann Karlsson á Klifmýri og Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum. Í þriðja sæti voru Bergljót Aðalsteinsdóttir og Björgvin Kjartansson.
Söfnun á rúlluplasti
Bændur í Dalabyggð eru minntir á söfnun á rúlluplasti mánudaginn 29. apríl og þriðjudaginn 30. apríl. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Baggabönd og net skal setja sér í glæra plastpoka. Óheimilt er að setja rúlluplast og net í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um …
Alþingiskosningar 27. apríl 2013
Kjörfundur í Dalabyggð vegna Alþingiskosninga fer fram á Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11 í Búðardal laugardaginn 27. apríl 2013. Kjörfundur hefst klukkan 10:00. Kjörfundi verður slitið kl. 20:00. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér skilríki. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar á opnunartíma skrifstofunnar kl. 10-14 fram á kjördag. Kjörstjórn Dalabyggðar Kosningavefur Innanríkisráðuneytisins
Dagur bókarinnar
Í dag 23. apríl er alþjóðlegur dagur bóka og höfundarréttar haldinn hátíðlegur. Dagurinn á rætur sínar að rekja til Katalóníu, þar sem messa heilags Georgs er einnig haldin í dag. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því gera þennan dag að alþjóðadegi bóka. Svo vill til að hann er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra rithöfunda, til dæmis létust …