Tómstundabæklingur vor 2014

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir efni í Tómstundabækling Dalabyggðar sem verður gefin út í lok desember.
Allir sem hafa hug á að halda námskeið fyrir börn og/eða fullorðna eru eindregið hvattir til að senda efni í bæklinginn hvort sem um er að ræða íþróttir, tómstundir, listir eða önnur menningartengd námskeið.
Skilafrestur er til miðvikudagsins 17. desember.

Það sem þarf að koma fram er
1. Heiti námskeiðs/atburðar
2. Stutt lýsing á námskeiði/atburði
3. Heiti kennara/þjálfara
4. Staðsetning
5. Tímabil námskeiðs/atburðar (dæmi: 1. jan – 15. maí)
6. Dagar sem námskeiðið fer fram (dæmi: þriðjudagar)
7. Tími (dæmi: 16:00 – 17:00)
8. Verð
9. Ef það þarf að skrá sig, þá upplýsingar um þann aðila sem skráð er hjá.
10.Endilega sendið mynd með, Svala getur líka fundið myndir ef þess er óskað.

Varðandi tímasetningar að þá mun Svala miðla málum ef þess gerist þörf, þ.e.ef að það eru fleiri en eitt á dagskrá á sama tíma fyrir sama aldurshóp,

Þið sem eruð með allt tilbúið nú þegar endilega sendið Svölu upplýsingarnar fljótt til að flýta vinnu við bæklinginn.

Úmsjón með tómstundabæklingi hefur Svala Svavarsdóttir, sími 861 4466 og netfangið budardalur @simnet.is.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei