Vígroði

DalabyggðFréttir

Upplestur og bókakynning Sögufélagsins og Lions verður í Rauðakrosshúsinu fimmtudagskvöldið 13. desember kl. 20:30. Gestur kvöldsins verður Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og mun hún kynna nýju bókina sína, Vígroði. Hún mun lesa valda kafla úr bókinni og sýna myndir frá söguslóðum bókarinnar á Katanesi og í Dölum á Skotlandi. Vígroði er framhald bókarinnar Auður sem kom út árið 2009 og fjallar …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

96. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 13. desember 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. 1212006 – Langey/Stóru-Tungueyjar – Forkaupsréttur2. 1212008 – Bréf Elísabetar Svansdóttur – Lausn frá störfum sem skoðunarmaður Menningar-og framfarasjóð Dalasýslu3. 1208011 – Brekka og Melur – kaupsamningur Fundargerðir til staðfestingar 4. 1211003F – Byggðarráð Dalabyggðar – 117 4.1. 1112029 …

Héraðsbókasafn Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 11. desember kl. 17 mun Svavar Gestsson frá Grund á Fellsströnd lesa upp úr og árita nýja ævisögu sína á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Bólin heitir „Hreint út sagt“ og hefur að geyma frásagnir úr einkalífi Svavars, m.a. uppvöxt hans á Fellsströndinni og í Reykjavík. Og síðan um þátttöku hans í stjórnmálasögu 20. aldar, ríkisstjórnarmyndanir, þingmál og margt fleira. Íris Björg …

Kaupfélag Borgfirðinga

DalabyggðFréttir

Dalamenn eru velkomnir í Kaupfélag Borgfirðinga. Félagssvæði þess nær yfir allt Vesturland, frá Hvalfjarðarbotni að Kjálkafirði. Hægt er að sækja um inngöngu á vef KB á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Félagsaðild kostar nú 1.000 kr. Félagsmenn fá afsláttarkort sem gildir í allar verslanir Samkaupa hvar sem er á landinu. Afsláttur er 2% og auk þess sérstök tímabundin tilboð öðru hverju …

Jólatónleikar Vorboðans

DalabyggðFréttir

Árlegir jólatónleikar söngfélagsins Vorboðans verða á aðventusamkomu í Breiðabólsstaðarkirkju á Skógarströnd, laugardaginn 8. desember kl. 15. Kórstjóri Vorboðans og undirleikari er Halldór Þ. Þórðarson og prestur er sr. Gunnar Eiríkur Hauksson í Stykkishólmi.

Lokaskýrslur til Menningarráðs Vesturlands

DalabyggðFréttir

Frestur til þess að skila inn lokaskýrslu vegna verkefna ársins 2012 er laugardagurinn 15. desember. Á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands er að finna upplýsingar og eyðublað til auðveldunar á gerð lokaskýrslu. Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi mun aðstoða ef á þarf að halda. Ef ekki næst að klára verkefnið fyrir þennan tíma er hægt að fara fram á frestun með því að skrifa …

Afmæliskvöldvaka Skátafélagsins Stíganda

DalabyggðFréttir

Í tilefni af 5 ára afmæli Skátafélagsins Stíganda í Dalabyggð verður haldin risa kvöldvaka þriðjudaginn 4. desember kl. 19:30 í Dalabúð. Slegið verður saman árlegri jólavöku Stíganda og afmæli núverandi skátafélags. boðið verður upp á skemmtiatriði, söng, leiki ofl. Kvöldvökustjóri er Inga Auðbjörg og búast má við fullt af fjöri. Boðið verður upp á skátakakó og léttar veitingar. Allir eru …

Jólatré við Dalabúð/Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Vegna viðhalds á Dalabúð er jólatré Dalabyggðar að þessu sinni við Auðarskóla, í nágrenni við minnismerkið um Jóhannes á Kötlum og fer vel á því. Í ár eru 80 ár síðan ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum „Jólin koma“ kom fyrst út. Eru þar ljóðin Jólin koma, Jólasveinarnir, Grýlukvæði, Jólakötturinn og Jólabarnið. Órjúfanlegur hluti af ljóðum Jóhannesar í bókinni eru teikningar Tryggva …

Rúllupylsukeppni Íslands

DalabyggðFréttir

Rúllupylsukeppni Íslands var haldin í Króksfjarðarnesi fullveldisdaginn 1. desember. Hugmyndin að keppninni kviknaði á Salone del Gusto í Torino. Þar voru á ferð Þorgrímur og Helga á Erpsstöðum auk Höllu í Ytri-Fagradal að selja heimaframleiðslu sína á Slow-Food matarhátíðinni þar. Í anda Slow-Food ákváðu þau að efna til samkeppni í rúllupylsugerð til að vekja athygli á gömlum og góðum íslenskum …

Helgin 1. – 2. desember

DalabyggðFréttir

Mikið er um að vera í Dölum og nágrenni um helgina og jólastemming yfir velflestu. Á fimmtudag verða ljós jólatrésins við Dalabúð tendruð kl. 17, dansað, sungið, jólasveinar, kakó og piparkökur. Laugardaginn 1. desember hefst jólamarkaður handverkshópsins Bolla. En í Bolla verður opið alla daga fram að jólum kl. 12-18. Í Blómalindinni verða aðventuskreytingar í algleymingi ásamt kaffi og te …