112 – dagurinn

DalabyggðFréttir

Allir eru velkomnir í Björgunarsveitarhúsið laugardaginn 11. febrúar, kl. 13-15. Þar verður kynnt starfsemi sjúkraflutninga, slökkviliðs og björgunarsveitar. Þar geta gestir rætt við starfsfólk /sjálfboðaliða, skoðað margvíslegan búnað, fengið sér kaffi og spjallað. 112-dagurinn verður haldinn um allt land laugardaginn 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. …

Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir

DalabyggðFréttir

Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni hafa undanfarin 7 ár staðið fyrir verkefninu „Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir“ meðal 12-16 ára grunnskólanemenda. Markmið þess er að hvetja ungt fólk til að hugsa um heimabyggð sína út frá þeim tækifærum, sem þar bjóðast, auk þess að vera um leið þroskandi og skemmtileg viðbót við hefðbundið skólanám. Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir í …

Aðalfundur FSD

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verður haldinn í Leifsbúð, þriðjudaginn 14. febrúar 2012, kl. 20. Gestur fundarins verður Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður LS. Dagskrá · skýrsla stjórnar · reikningar félagsins · kosningar · ályktanir á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda · vorferðalag · önnur mál.

Símenntunarmiðstöðin – kvíði

DalabyggðFréttir

Símenntunarmiðstöð Vesturlands heldur námskeiðið „Kvíði og viðbrögð til að verjast kvíða“ í Auðarskóla fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 20. Fjallað verður almennt um kvíða. Flestir þekkja kvíða í einhverri mynd og oft tengist hann álagi og streitu. Mikilvægt er fyrir alla að kunna aðferðir til að bregðast við til að varna því að kvíði verði viðvarandi og þróist ekki yfir í …

Sýslumaðurinn í Búðardal – laust starf

DalabyggðFréttir

Sýslumaðurinn í Búðardal óskar eftir að ráða starfsmann tímabundið til starfa á skrifstofu. Starfið felst í að annast bókhald, umboð tryggingastofnunar og önnur sérhæfð skrifstofustörf. Kunnátta og reynsla af bókhaldi er nauðsynleg. Starfshlutfall er 50%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og SFR. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2012. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars 2012. Nánari upplýsingar veitir …

Þorrablót á Borðeyri

DalabyggðFréttir

Árlegt þorrablót nágranna okkar í Hrútafirði verður á Borðeyri laugardaginn 18. febrúar og hefst kl. 20:30, húsið opnar kl. 19:30. Hljómsveitin „Strákarnir okkar“ leikur fyrir dansi, Einar Georg sér um annálinn, Gæðakokkar um matinn og nefndin um skemmtiatriðin. Miðaverð er 6.000 kr og 2.500 kr á dansleikinn. Miðapantanir berist fyrir miðvikudagskvöldið 15. febrúar í síma 451 1176 / 848 3852 …

Dagur leikskólans

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 6. febrúar er dagur leikskólans og í tilefni dagsins verður opið hús hjá leikskóladeild Auðarskóla. Foreldrar, afar, ömmur, frændur, frænkur og vinir eru velkomnir í heimsókn á milli 9:00-11:30 og 13:30-15:00. Kl. 9:30 verður sameiginlega söngstund og tilvalið að koma og syngja með leikskólabörnunum. Dagur leikskólans er nú haldinn í fimmta sinn. Er hann samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda …

Boxnámskeið

DalabyggðFréttir

Boxnámskeið verður haldið með Gunnari fjórföldum Íslandsmeistara í hnefaleikum helgina 3.-5. febrúar í æfingasal Ólafs Páa. Æft verður í tveimur hópum 13-18 ára og 18 ára og eldri. Upplýsingar og skráning er hjá Stjána í síma 771 6454 og Baldri í síma 864 8684. Verð er 3.500 kr fyrir 13-18 ára og 4.500 kr fyrir 18 ára og eldri. Á …

Smalinn 2012

DalabyggðFréttir

Fyrsta mót ársins hjá Glað er smalakeppni sunnudaginn 5. febrúar kl. 16.Keppnin fer fram í Nesoddahöllini í Búðardal. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokki. Tekið er við skráningum til kl. 12 sunnudaginn 5. febrúar. Skráningargjald er 500 kr. og aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt. Skráningar eru hjá Þórði (893 1125, thoing@centrum.is), Svölu (861 4466, budardalur@simnet.is) og Herdísi …

Garðfuglahelgi Fuglaverndar

DalabyggðFréttir

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður föstudag til mánudags, 27.-30. janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma einhvern ofangreindra fjóra daga. Skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Að athugun lokinni eru niðurstöður skráðar á Garðfuglavefnum. Einnig er hægt …