Jörfagleði mánudaginn 18. apríl

DalabyggðFréttir

Enn eru þrír dagar eftir af Jörfagleði og heilmargt í boði. Í dag hefst dagskráin á dansnámskeiði fyrir 3.-6. bekk kl. 11:00. Þá verður danssýning kl. 13 og hálftíma síðar er dansnámskeið fyrir 7.-10. bekk. Kaffi-Kind á Hrútsstöðum er opin 13-17 og sýningar í Leifsbúð eru kl. 11:30-18. Í lok dags er síðan foreldrafótbolti kl. 17 (frestað vegna veðurs) og …

Fjárbændur á ferð

DalabyggðFréttir

Góðir nágrannar okkar voru hér á ferð um Dali í gær, laugardag. Voru það ríflega 30 fjárbændur úr Helgafellssveit og nágrenni. Var farið í Ólafsdal þar sem fræðst var um Torfa, Guðlaugu og skólann. Síðan lá leiðin fyrir strandir, í Ytri-Fagradal, Tindanámu, Geirmundarstaði og Skarðsstöð. Ferðinni skyldi síðan lokið á Jörfagleði í Búðardal.

Bókasafnsdagurinn

DalabyggðFréttir

Bókasafnsdagurinn tókst vel hjá Hugrúnu á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Fólk kom við og gaf sér tíma til að setjast niður og spjalla. Guðrún Kristinsdóttir kom og las fyrir börn á öllum aldri þjóðsögur. Og ekki var komið að tómum kofanum hjá börnunum þegar kom að þekkingu þeirra á hvernig hlutirnir voru í gamla daga. Myndir frá deginum eru komnar í myndasafnið …

Bókasafnsdagurinn

DalabyggðFréttir

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn fimmtudaginn 14. apríl á bókasöfnum um allt land. Félag bókasafns- og upplýsingafræða, Upplýsing, stendur fyrir deginum í samstarfi við bókasöfn landsins. Markmið bókasafnsdagsins er að vekja athygli á öllu því góða starfi sem unnið er á bókasöfnunum og kynna mikilvægi bókasafna fyrir samfélagið. Í tilefni dagsins verður Héraðsbókasafn Dalasýslu opið frá 10 til …

Jörfagleði – upphitun

DalabyggðFréttir

Í kvöld kl. 20-22 mun Útvarp Auðarskóli vera með útsendingar. Stilla þarf á FM 105,1 til að hlusta á útsendingar þeirra. Nemendur efstu bekkja Auðarskóla starfrækja útvarp á Jörfagleðinni. Umsjón og gerð þátta verður alfarið í höndum nemenda; fluttar verða auglýsingar og tilkynningar, tekin viðtöl, spiluð verður tónlist úr ýmsum áttum. Verkefnið er samstarfsverkefni Jörfagleði og nemendafélags Auðarskóla.

Félagsþjónusta

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur samning við Borgarbyggð um félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og barnavernd. Undir samninginn falla; félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, þjónusta og stuðningur við fólk með fötlun og fjölskyldur fatlaðra barna, leyfisveitingar vegna daggæslu í heimahúsum, leyfisveitingar skv. barnaverndarlögum og barnavernd. Starfsmenn eru í Búðardal fyrsta og þriðja þriðjudag í mánuði frá kl. 13. Auk þessa er unnt að hafa samband símleiðis …

Grænn apríl – þrávirk lífræn efni

DalabyggðFréttir

Þrávirk lífræn efni eru efnasambönd sem brota hægt niður í náttúrunni og lífverum ef þau berast í þangað. Um er að ræða efni eins og PCB, HCB, DDT, díoxín og fleiri. Búið er að banna framleiðslu sumra þessarra efna, en áhrif þeirra í náttúrunni gætir lengi. Flest þessarra efna innihalda klór og leysast upp í fitu en ekki í vatni. …

Jörfagleði – upphitun

DalabyggðFréttir

Í kvöld verður upphitun fyrir Jörfagleði á Pöbbanum í Búðardal. Megas, Gylfi Ægisson og Rúnar Þór verða með tónleika þar kl. 21. Miðaverð er 1.500 kr.

Grænn apríl – Umhverfisráðuneytið

DalabyggðFréttir

Aðgerðir stjórnvalda í umhverfismálum eiga sér um aldarlanga sögu. Fyrstu skrefin voru stigin á þessu sviði fyrir rúmri öld þegar vinna við landgræðslu og skógrækt hófst hér á landi. Lög um náttúruvernd voru fyrst sett árið 1956, en áður höfðu verið í gildi lög og reglur um friðun tiltekinna dýrategunda og stjórn veiða. Umhverfisráðuneytið var stofnað árið 1990. Með stofnun …

Grænn apríl – spilliefni

DalabyggðFréttir

Spilliefni eru skaðleg umhverfi, mönnum og dýrum. Þau geta borist í gegnum vatn og andrúmsloft í fæðukeðjuna og valdið þannig tjóni. Á heimilum eru ýmis konar spilliefni í notkun. Til dæmis hreinsiefni, málning, lím, þynnir, húsgagnabón, leysiefni, lyf, rafhlöður, kvikasilfur í hitamælum, lakk, stíflueyðir, skordýraeitur, úðabrúsar ofl. Í bílum eru líka spilliefni, t.d. frostlögur, olíuefni og ekki síst rafgeymar sem …