Landsbyggðarverkefnið

DalabyggðFréttir

Nemendur Auðarskóla fengu önnur verðlaun fyrir fjölbreyttar og áhugaverðar hugmyndir um eflingu heimabyggðar vegna loka fyrri hluta verkefnisins; Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Verkefnið er á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni. Arnór Einar Einarsson í Grunnskóla Raufarhafnar fékk fyrstu verðlaun fyrir Síldarþorpið og Þorbjörg Anna Sigurbjörnsdóttir í Borgaskóla Grafarvogi fékk þriðju verðlaun fyrir hugmyndina um að byggja innanhúss …

Bókasafn

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 17. febrúar verður bókasafnið lokað.

Íbúaþing 2011

DalabyggðFréttir

Efni og niðurstöður íbúaþings hafa nú verið birtar á vefnum dalabyggd.alta.is, einnig má finna slóðina með því að fara efst í flýtileiðir hér til hægri. Laugardaginn 15. janúar bauð sveitarstjórn til íbúafundar til að fá fram sjónarmið og afstöðu íbúa. Efni og niðurstöður fundarins mun sveitarstjórn svo nýta í vinnu sinni við mótun stefnu og áherslna sveitarstjórnar. Í fyrri hluta …

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

70. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 15. febrúar 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 18. janúar 2011. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 25. janúar 2011. 4. Fundargerð byggðarráðs frá 8. febrúar 2011. 5. Fundargerð 25. fundar menningar- og ferðamálanefndar frá 10.11.2010. 6. Fundargerð 26. fundar menningar- …

Undirskriftarsöfnun

DalabyggðFréttir

Síðan undirskriftasöfnun vegna niðurskurðar í löggæslumönnum í Dölum hófst 28. janúar á netinu hafa ríflega 1300 manns skrifað nafn sitt undir. Hægt er að skrifa undir fram á sunnudag, en áætlað er að afhenda innanríkisráðherra listann á mánudag. Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur lagt til að staða lögregluþjóns í Búðardal verði lögð niður, ásamt varðstöð. Samkvæmt reglugerð nr. 66/2007 skal vera …

Ræsting Ólafur Pái

DalabyggðFréttir

Óskum eftir aðila til að þrífa æfingasal Ólafs Páa á Vesturbraut. Um er að ræða 2-4 klukkutíma í mánuði. Skipulag og laun eftir nánara samkomulagi. Áhugasamir hafið samband við Ingibjörgu Jóhannsdóttur í síma 896 8315.

Bókasafn

DalabyggðFréttir

Ákveðið hefur verið að taka upp árgjald að Héraðsbókasafninu. Það verður 1.000 kr á heimili. Ekki er tekið við greiðslukortum á bókasafninu. Á bókasafninu eru um 10.000 titlar og mörg eintök til af sumum bókanna, þannig að flestir ættu að finna sér eitthvað við hæfi. Útlán hafa aukist mikið síðasta ár og námsmenn hafa nýtt sér þjónustuna safnsins í auknum …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar hefur verið netsambandslaus frá því síðari hluta föstudags og verður netsamband ekki komið í lag fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Af þeim sökum er margvísleg röskun á starfsemi skrifstofu, svo sem svörun erinda ofl.

Þorrablót eldri borgara

DalabyggðFréttir

Þorrablót eldri borgara verður haldið í Silfurtúni fimmtudaginn 10. febrúar kl. 18. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Matur, skemmtun og dans. Miðapantanir í síma 434 1218.

Undirskriftasöfnun

DalabyggðFréttir

Undirskriftasöfnun á netinu vegna niðurskurðar í löggæslumönnum í Dölum hefst föstudaginn 28. janúar á netinu. Undirskriftasöfnunin og nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.budardalur.is Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur lagt til að staða lögregluþjóns í Búðardal verði lögð niður, ásamt varðstöð. Samkvæmt reglugerð nr. 66/2007 skal vera varðstöð lögreglu í Búðardal og að í áfangaskýrslu nefndar dómsmálaráðherra frá apríl 2008 kemur …