Undrasumarið 2023

DalabyggðFréttir

Hér að neðan er skráningaskjal fyrir bæði leikjanámskeið og íþróttaæfingar í sumar! Leikjanámskeið á vegum Undra verða haldin í fjórar vikur í júní, 5. – 30. júní frá 9-15 í Búðardal. Á þessum tíma verða fótboltaæfingar og íþróttagrunnur á mánudögum og miðvikudögum frá 13-15 í dalnum. Innifalið í leikjanámskeiðinu er hádegismatur í Dalabúð. Einnig verður boðið upp á frístundaakstur úr …

Strandabyggð auglýsir eftir verktaka: sláttur og umhirðu gróðursvæða í landi sveitarfélagsins

DalabyggðFréttir

Um er að ræða slátt og umhirðu á gróðursvæðum í eigu sveitarfélagsins, auk sérverkefna sem upp kunna að koma á hverjum tíma.  Umrædd svæði eru skilgreind af sveitarfélaginu og allar frekari upplýsingar og yfirlitsdrættir eru fyrirliggjandi á skrifstofu Áhaldahúss Strandabyggðar. Ræktuð svæði þarf að slá með vélum og óræktuð svæði með bensin-orfi.  Verktaki skal raka saman allt gras eftir slátt …

Frístundastyrkir Dalabyggðar fyrir börn og ungmenni

DalabyggðFréttir

Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. maí. Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar

Viðvera KPMG 27. apríl fellur niður

DalabyggðFréttir

Því miður fellur niður viðvera KPMG í Búðardal á morgun, fimmtudaginn 27. apríl. Ráðgjafi KPMG mun hafa samband við þá sem áttu bókaða tíma. Næsta viðvera KPMG er því 11. maí n.k.

Sumarstarf – Leikjanámskeið Undra

DalabyggðFréttir

Íþróttafélagið Undri auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf á leikjanámskeið í júní. Starfið felur í sér skipulagningu og daglega umsjón námskeiðsins sem er fyrir börn fædd 2011-2016. Hæfnikröfur: – 18 ára aldurstakmark. – Góð fyrirmynd, stundvísi og vinnusemi. – Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni. – Frumkvæði og þolinmæði. – Reynsla af störfum með börnum æskileg. – Hreint sakavottorð. – Góð …

Uppsögn á samningi við SÍ og heilbrigðisráðuneytið

DalabyggðFréttir

Stjórn Silfurtúns og sveitarstjórn hefur undanfarnar vikur átt í samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands vegna daggjaldagrunns Silfurtúns og RAI mats stuðuls sem stuðst er við nú við ákvörðun daggjaldagrunns sem heimilinu er greitt samkvæmt. Ekkert hefur miðað og hafa Sjúkratryggingar nú í tvígang hafnað beiðnum okkar þó ýmis rök styðji okkar ósk um að fá daggjaldagrunninn leiðréttan. Munar þarna á annan …

Orkuskipti – Samtal um nýtingu vindorku

DalabyggðFréttir

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn hefur nú skilað stöðuskýrslu til ráðherra og verða …

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl kl. 17:00 í Rauða kross húsinu Búðardal Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Fréttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Kosinn fulltrúi á næsta aðalfund K.Í. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir.  – Stjórnin.

Jörvagleði 2023: Listaverk nemenda Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Nemendur Auðarskóla láta sitt ekki eftir liggja þegar kemur að Jörvagleði og hafa unnið verk undir handleiðslu Maríu Hrannar Kristjánsdóttur myndmenntakennara til að sýna á hátíðinni. Nemendur yngsta stigs hafa unnið vindhörpur sem hanga hingað og þangað í trjám á skólalóðinni. Nemendur í 6.-7. bekk hafa unnið skúlptúra og 8. bekkur unnið þrívíðar fígúrur úr gifs sem verða til sýnis …

Jörvagleði 2023 – Dagskrá

DalabyggðFréttir

Við minnum á Jörvagleði 2023, menningar- og listahátíð Dalabyggðar sem haldin er í 24. sinn í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Það er fjölbreytt úrval viðburða á dagskrá og við hvetjum bæði íbúa og gesti til að sækja þá viðburði sem verða í gangi næstu daga og út vikuna. Á dagskrá Jörvagleði í ár eru m.a. viðburðir sem …