Bingó eldri borgara frestað

DalabyggðFréttir

Bingó  á Barmahlíð sem átti að vera á fimmtudaginn 26. október frestast um óákveðin tíma og verður ný dagsetning auglýst síðar.  – Jón Egill Jónsson, tómstundarfulltrúi

Kvennaverkfall 24. október 2023

DalabyggðFréttir

Í dag, 24. október 2023 leggja konur og kvár niður öll störf í heilan dag til að mótmæla vanmati á vinnuframlagi kvenna og kynbundnu ofbeldi. Það er að ýmsu að huga í jafnréttisbaráttunni og sveitarfélög eru þar ekki undanskilin, við vinnum stöðugt að því að gera gott samfélag enn betra með jafnrétti að leiðarljósi. Staðan hjá Dalabyggð: Sveitarfélagið hlaut Jafnlaunavottun …

Farsældarsáttmálinn undirritaður í Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 18. október var haldinn fundur um Samvinnu barnanna vegna fyrir foreldra í sveitarfélaginu. Nálgun fundarins var: Skiptir samvinna foreldra máli fyrir farsæld barna? Hvað get ég lagt af mörkum til að auka vellíðan barna í mínu nærsamfélagi? Góð mæting var á fundinn og fór fram gróskumikil vinna og umræður um málefni barna. Öll sem mættu var skipt uppí hópa og löguðu fram …

Kvennaverkfall þriðjudaginn 24. október 2023

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar. Boðað hefur verið til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023 þar sem konur og kvár sem það geta, eru hvött til að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf þann daginn. Dalabyggð biður starfsfólk sem getur og ætlar sér að vera frá vinnu þennan dag að tilkynna það til sinna stjórnenda. Bæði svo ekki verði dregið af launum viðkomandi …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands – úthlutun janúar 2024 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í þessari úthlutun eru:      -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar      -Verkefnastyrkir til …

Bleikur október á Bókasafninu

DalabyggðFréttir

Októbermánuður, bleiki mánuðurinn, er tileinkaður vitundarvakningu þar sem sjónum er beint að krabbameinum hjá konum. Bleiki dagurinn er svo einn af hápunktum átaksins og hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Þann dag eru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Á morgun, fimmtudaginn 19. október er Héraðsbókasafn Dalasýslu opið frá 12:30 – 17:30 og …

Ráðstefna – Sveitarfélög á krossgötum

DalabyggðFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi blása til ráðstefnu um málefni sveitarfélaga. Áhugasamir geta skráð sig á skráningarhlekkinn hér að neðan. Breið – nýsköpunar og þróunarsetur, Bárugata 8-10, Akranesi   Kl. 10:00  Sameiningar sveitarfélaga -Hermann Sæmundsson ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytinu -Róbert Ragnarsson ráðgjafi KPMG – Sameining sveitarfélaga, stefna og framkvæmd -Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþingi vestra – Hvenær er rétti tíminn til að sameina sveitarfélög …

Kynning SSV á þjónustu og Uppbyggingarsjóði

DalabyggðFréttir

Gengur þú með hugmynd í maganum? Vantar þig aðstoð við að sækja um styrki? Ráðgjafar frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi koma miðvikudaginn 18. október kl.16:15 – 17:15 í Nýsköpunarsetur Dalabyggðar, kynna sína þjónustu og segja frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Gott tækifæri til að hitta ráðgjafana áður en fundurinn „Samvinna barnanna vegna“ hefst í Auðarskóla.   

Bólusetning við Influensu og Covid-19

DalabyggðFréttir

Taka má báðar bólusetningarnar samtímis Inflúensubólusetning er einungis í boði fyrir forgangshópa Forgangshópar eru: 60 ára og eldri Yngri en 60 ára með undirliggjandi sjúkdóma (hjarta-, lungna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdómar og aðrir ónæmisbælandi sjúkdómar). Heilbrigðisstarfsmenn Þungaðar konur Börn fædd 2020 og yngri sem náð hafa 6 mánaða aldri Covid-19 bólusetning Covid-19 bólusetning er í boði fyrir sömu forgangshópa …

Samvinna barnanna vegna – fundur 18. október

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 18. október kl. 17:00 í efra holi Auðarskóla verður haldinn fundur um Samvinnu barnanna vegna fyrir foreldra í sveitarfélaginu. Skiptir samvinna foreldra máli fyrir farsæld barna? Hvað get ég lagt af mörkum til að auka vellíðan barna í mínu nærsamfélagi? Fundurinn er ætlaður foreldrum og forsjáraðilum barna í Dalabyggð en fræðslunefnd vill einnig bjóða aðra áhugasama aðila velkomna. Boðið verður …