FSD fundar um fyrirkomulag afurðaverðs

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu boðar til fundar um fyrirkomulag afurðaverðs nú í sláturtíðinni. Fundurinn verður föstudaginn 3. september kl. 20:00, í Dalabúð, Búðardal. Eftirtaldir framsögumenn hafa staðfest komu sína á fundinn: · Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi í Heiðarbæ, Þingvallasveit. · Fulltrúi frá Landssamtökum sauðfjárbænda. · Fulltrúi / fulltrúar frá Kjötafurðastöð KS og Sláturhúsi KVH. · Óvíst með fulltrúa frá SAH afurðum …

Tómstundabæklingur haust 2010

DalabyggðFréttir

Allir sem sem vilja koma námskeiði og/eða atburð á framfæri í tómstundabæklingnum skuli hafa samband fyrir 1. september. Markmiðið með tómstundabæklingnum er að allt framboð á tómstundastarfi í sveitarfélaginu sé á einum stað. Upplýsingum skal komið til Svölu Svavarsdóttir (netfang: budardalur@simnet.is) í síðasta lagi miðvikudaginn 1. september, þar sem bæklingurinn á að fara í póst í næstu viku. Eftirtalin atriði …

Brautargengi í Búðardal

DalabyggðFréttir

Námskeiðið Brautargengi verður haldið í Búðardal nú haust og hefst 9. september. Skráningarfrestur rennur út 3. september 2010. Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands gengst nú í fimmtánda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2010 er áætlað að halda námskeiðið á þremur stöðum á landinu, þ.e. í Búðardal, Akureyri og Húsavík. Alls hafa um átta hundrað konur víðs vegar um land …

Reykhóladagar um helgina

DalabyggðFréttir

Reykhóladagurinn hefur nú spunnið upp á sig og hefst kl. 18 á föstudag og lýkur tveimur sólarhringum síðar á sunnudag. Dagskráin er fjölbreytt; grillveisla, spurningakeppni, gönguferð, maraþon, dráttarvélakeppni, töfrabrögð, íþróttakeppni, markaðsdagar, kvöldverður, opið fjós í Mýrartungu, Erpsstaðaís, kaffihlaðborð og ótal margt fleira. Ekki er langt fyrir okkur Dalamenn í Reykhólasveitina og um að gera að kynna sér dagskrána vel.

Atvinna – Hlutastarf

DalabyggðFréttir

Vantar þig hlutavinnu? Ert þú flink/ur í höndunum? Hefur ánægju að vera með eldri borgurum? Ef svo er þá höfum við vinnuna. Það vantar aðstoðarmann/konu í handavinnuna í Silfurtúni sem er bæði fyrir heimilisfólk og aðra eldri borgara Dalabyggðar. Hafir þú áhuga þá hafðu samband við Ingibjörgu eða Aldísi í síma 434 1218.

Framundan hjá Æskunni

DalabyggðFréttir

Göngudagur Æskunnar og töðugjaldagrill verður 28. ágúst. Þá eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Grafarlaug. Göngudagur Æskunnar 2010 Laugardaginn 28. ágúst mun ungmennafélagið Æskan halda sinn árlega göngudag. Gengið verður fá Kolsstöðum í Miðdölum fram Geldingadal að Kvennabrekkuseli. Göngustjórar verða Guðmundur á Kvennabrekku og Finnur á Háafelli. Lagt verður af stað frá gamla húsinu á Kolsstöðum kl. 13 og áætlaður göngutími er …

Landsbyggðin lifi

DalabyggðFréttir

Samtökin Landsbyggðin lifi og nokkrir íbúar á svæðinu standa fyrir málþingi laugardaginn 21. ágúst kl. 15 í Leifsbúð, Búðardal fyrir íbúa Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar og nágrennis. Ragnar Stefánsson varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi mun kynna samtökin og svara fyrirspurnum. Heimamenn munu þá kynna stöðu atvinnumála á svæðinu og opna umræðu um tækifæri og hættur (í kjölfar kreppu). Matthías Lýðsson á Húsavík …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

63. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 24. ágúst 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla formanns byggðarráðs.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15. júní og 28. júlí 2010.3. Fundargerð byggðarráðs frá 15. júní, 12. júlí og 17. ágúst 2010.4. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21. júní 2010.5. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. júlí 2010.6. Findargerð …

Dalabríarí að Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Tónleikar með Ljótu hálfvitunum og matur úr héraði verður sunnudaginn 22. ágúst á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal, kl. 20:30. Sunnudagskvöldið 22. ágúst nk. ætla gestgjafarnir á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal að bjóða til skemmtunar í íþróttahúsinu með blöndu af tónlist og mat. Þar munu leiða saman hesta sína matgæðingurinn Friðrik V., kokkur hótelsins Snorri V. og hljómsveitin …