1. maí í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Leifsbúð á baráttudegi verkalýðsins, þriðjudaginn 1. maí kl. 15.
Kynnir verður Kristín G. Ólafsdóttir og ræðumaður Eva Björk Sigurðardóttir.
Samkórinn og Vorboðinn taka nokkur lög. Einnig mun Heiða Ólafsdóttir syngja fyrir gesti.
Gestum verður boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei