Foreldramorgnar á miðvikudögum

DalabyggðFréttir

Á miðvikudagsmorgnum koma foreldrar saman í Rauða kross húsinu, kl. 10:30-12.
Þetta er hugsað sem félagsskapur foreldra og ungra barna þeirra til að njóta samveru, hlæja, spjalla og fá sér kaffi/te í góðum félagsskap.
Fyrsti miðvikudagurinn var í gær 2. maí og tókst vel til. Næst verður komið saman miðvikudaginn 9. maí. Allir foreldrar ungra barna eru velkomnir að bætast í hópinn.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei