Dýralæknaþjónusta í maí

DalabyggðFréttir

Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við Gísla Sverri Halldórsson dýralækni um að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á þjónustusvæði 2.
Þjónustusvæði 2 nær yfir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp, Kaldrananeshrepp og Bæjarhrepp.
Um skammtímasamning er að ræða sem gildir frá 1. maí til 1. júní. MAST mun áfram vinna í því að tryggja varanlega dýralæknaþjónustu á svæðinu.

Gísli Sverrir mun hafa aðstöðu að Ægisbraut 19 í Búðardal. Síminn er 434 1122 eða 862 9005.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei