Íslandsmeistaramót í hrútadómum og Þuklaraball

DalabyggðFréttir

Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum laugardaginn 14. ágúst kl. 14:00 og gott tækifæri fyrir alla Dalamenn að kíkja yfir heiðina og sletta aðeins úr klaufunum! Þá verður haldið í áttunda sinn Íslandsmeistaramót í hrútadómum – venjulega kallað hrútaþukl – en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið …

Helgiganga og messa á Dagverðarnesi

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 15. ágúst kl. 14 verður messað í Dagverðarnesskirkju. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir þjónar fyrir altari og sr. Gunnþór Þ. Ingason prestur á sviði þjóðmenningar predikar. Halldór Þórðarson leikur á harmonikku, Sigrún Halldórsdóttir á klarinett og Ríkarður Jóhannsson á saxófón. Fyrir messu,kl. 12:30, verður gengið í helgigöngu í nágrenni kirkjunnar með keltneskan sólarkross. Prestarnir leiða helgistundir við Altarishorn og Kirkjuhóla. …

Auga ferðalangsins

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 7. ágúst kl 15:00-17:00 verða fyrirlestrar í Ólafsdal við Gilsfjörð í tengslum við sýninguna Dalir og Hólar 2010 – ferðateikningar. Þar munu Ólafur Gíslason listfræðingur og Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur fjalla um ferðalagið. Umræður að loknum erindum. Ólafur Gíslason kallar erindi sitt Auga ferðalangsins – Frá Eggert og Bjarna til Einars Garibaldi. Þar fjallar Ólafur m.a. um ferðalög til …

Ólafsdalshátíð á sunnudag

DalabyggðFréttir

Dagskráin er vegleg, m.a mun leikhópurinn Lotta sýna hið vinsæla barnaleikrit um Hans klaufa, Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður skemmta, fræðandi göngu- og söguferðir, ýmsar afurðir úr Dalabyggð og Reykhólasveit ásamt afurðum úr matjurtagarðinum í Ólafsdal. Síðan eru tvær áhugaverðar sýningar í Ólafsdalshúsinu. Dagskrá Ólafsdalshátíðar 11:00 Undanfari hátíðar. Gönguferð frá Ólafsdalshúsinu og inn í Hvarfsdal og Draugaskot undir …

Verslunarmannahelgin í Dölum og nágrenni

DalabyggðFréttir

Ýmislegt verður um að vera hér í Dölum um helgina, bæði skipulagt og óskipulagt. Málþing um Matthías Jochumson á Nýp, Skarðsströnd á laugardag. Farið um söguslóðir Melkorku Mýrkjartansdóttur á sunnudag. Sýningin Dalir og Hólar 2010 verður í Ólafsdal, Króksfjarðarnesi, Nýp og Röðli. Í Ólafsdal í Gilsfirði er sýning í tilefni að 130 ár eru síðan Torfi Bjarnason stofnaði búnaðarskóla þar. …

Sveinn Pálsson er nýr sveitarstjóri Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Sveinn Pálsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar til næstu fjögurra ára. Hann var valinn úr stórum hópi umsækjenda og tekur við af Grími Atlasyni sem verið hefur sveitarstjóri undanfarin tvö ár. Sveinn kemur til starfa þann 23. ágúst næstkomandi. Sveinn er 48 ára gamall byggingarverkfræðingur, kvæntur Soffíu Magnúsdóttur skólaliða og eiga þau þrjá syni; Magnús Orra háskólanema, Sölva Hrafn menntaskólanema …

Matthías Jochumson 175 ára

DalabyggðFréttir

Málþing verður um Matthías Jochumsson að Nýp á Skarðsströnd, laugardaginn 31. júlí kl. 15-17. Matthías Jochumsson fæddist 11. nóvember 1835 að Skógum í Þorskafirði og í ár eru því 175 ár frá fæðingu hans. Að þessu tilefni verður málþing að Nýp um Matthías. Kristján Árnason þýðandi og bókmenntafræðingur mun flytja erindi um þýðingar og skáldskap Matthíasar. Og Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir rithöfundur …

Melkorka Mýrkjartansdóttir

DalabyggðFréttir

Hvað varð um Melkorku? Sunnudaginn 1. ágúst verður dagskrá um konungsdótturina Melkorku Mýrkjartansdóttur. Sunnudaginn 1. ágúst verður dagskrá fyrir unga og aldna um konungsdótturina Melkorku sem numin var á brott frá Írlandi og flutt í Dali. Farið verður um söguslóðir á fjölskyldubílnum og saga hennar rakin og upplifuð og er þannig tilvalinn sunnudagsbíltúr fyrir fjölskylduna. Upphaf dagskrár er í Leifsbúð …