Firmakeppni Hestaeigendafélagsins

DalabyggðFréttir

Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals verður haldin sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl á keppnisvellinum í Búðardal.
Dagskráin hefst kl. 13 með hópreið frá hesthúsahverfinu og niður á keppnisvöllinn.

Keppt verður í flokki polla (teymt undir), barna (13 ára og yngri), unglinga (14-21 árs), kvenna og karla. Tekið verður við skráningum á staðnum.
Að keppni lokinni verða grillaðar pylsur í eða hjá reiðhöllinni.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei