Forvarnarfundur

DalabyggðFréttir

Ásgrímur Jörundsson frá SÁÁ verður með fyrirlestur um forvarnir í Auðarskóla miðvikudaginn 18. apríl kl. 20, í boði foreldrafélags Auðarskóla.
Ásgrímur kemur mun segja frá starfsemi SÁÁ, hvernig foreldrar geta áttað sig á breyttri hegðun barna og unglinga og annað það sem kemur upp á fundinum.
Fyrr um daginn verður hann með fyrirlestur í Auðarskóla fyrir nemendur 7.-10. bekkja.
Foreldrar og forráðendur barna og ungmenna í Dalabyggð eru hvattir til að mæta á fundinn og fræðast um málefnið.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei