Þorrakórinn 50 ára

DalabyggðFréttir

Þorrakórinn er 50 ára. Af því tilefni verður söngskemmtun í félagsheimilinu að Staðarfelli, föstudagskvöldið 20. apríl kl 20:30.
Þorrakórinn var stofnaður fyrir þorrablóti að Staðarfelli 4. febrúar 1962. Hefur hann sungið á öllum blótum þar síðan og mun víðar.
Í kórnum eru á nú bilinu 20-30 manns, að þessu sinni allt Dalamenn. En allir eru velkomnir í kórinn hvar sem þeir búa í sýslunni eða í nágrenni.
Stjórnandi kórsins er nú sem frá upphafi Halldór Þórðarson frá Breiðabólsstað. Á dagskrá tónleikanna er bæði gamalt og nýtt efni.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei