Göngudagur Æskunnar og töðugjaldagrill verður 28. ágúst. Þá eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Grafarlaug. Göngudagur Æskunnar 2010 Laugardaginn 28. ágúst mun ungmennafélagið Æskan halda sinn árlega göngudag. Gengið verður fá Kolsstöðum í Miðdölum fram Geldingadal að Kvennabrekkuseli. Göngustjórar verða Guðmundur á Kvennabrekku og Finnur á Háafelli. Lagt verður af stað frá gamla húsinu á Kolsstöðum kl. 13 og áætlaður göngutími er …
Landsbyggðin lifi
Samtökin Landsbyggðin lifi og nokkrir íbúar á svæðinu standa fyrir málþingi laugardaginn 21. ágúst kl. 15 í Leifsbúð, Búðardal fyrir íbúa Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar og nágrennis. Ragnar Stefánsson varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi mun kynna samtökin og svara fyrirspurnum. Heimamenn munu þá kynna stöðu atvinnumála á svæðinu og opna umræðu um tækifæri og hættur (í kjölfar kreppu). Matthías Lýðsson á Húsavík …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
63. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 24. ágúst 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla formanns byggðarráðs.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15. júní og 28. júlí 2010.3. Fundargerð byggðarráðs frá 15. júní, 12. júlí og 17. ágúst 2010.4. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21. júní 2010.5. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. júlí 2010.6. Findargerð …
Dalabríarí að Laugum í Sælingsdal
Tónleikar með Ljótu hálfvitunum og matur úr héraði verður sunnudaginn 22. ágúst á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal, kl. 20:30. Sunnudagskvöldið 22. ágúst nk. ætla gestgjafarnir á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal að bjóða til skemmtunar í íþróttahúsinu með blöndu af tónlist og mat. Þar munu leiða saman hesta sína matgæðingurinn Friðrik V., kokkur hótelsins Snorri V. og hljómsveitin …
Íslandsmeistaramót í hrútadómum og Þuklaraball
Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum laugardaginn 14. ágúst kl. 14:00 og gott tækifæri fyrir alla Dalamenn að kíkja yfir heiðina og sletta aðeins úr klaufunum! Þá verður haldið í áttunda sinn Íslandsmeistaramót í hrútadómum – venjulega kallað hrútaþukl – en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið …
Helgiganga og messa á Dagverðarnesi
Sunnudaginn 15. ágúst kl. 14 verður messað í Dagverðarnesskirkju. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir þjónar fyrir altari og sr. Gunnþór Þ. Ingason prestur á sviði þjóðmenningar predikar. Halldór Þórðarson leikur á harmonikku, Sigrún Halldórsdóttir á klarinett og Ríkarður Jóhannsson á saxófón. Fyrir messu,kl. 12:30, verður gengið í helgigöngu í nágrenni kirkjunnar með keltneskan sólarkross. Prestarnir leiða helgistundir við Altarishorn og Kirkjuhóla. …
Húsvörður í Tjarnarlundi
Ragnheiður Pálsdóttir í Hvítadal er nýr húsvörður í Tjarnarlundi. Sími: 487 5331 / 849 2725.
Auga ferðalangsins
Laugardaginn 7. ágúst kl 15:00-17:00 verða fyrirlestrar í Ólafsdal við Gilsfjörð í tengslum við sýninguna Dalir og Hólar 2010 – ferðateikningar. Þar munu Ólafur Gíslason listfræðingur og Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur fjalla um ferðalagið. Umræður að loknum erindum. Ólafur Gíslason kallar erindi sitt Auga ferðalangsins – Frá Eggert og Bjarna til Einars Garibaldi. Þar fjallar Ólafur m.a. um ferðalög til …
Ólafsdalshátíð á sunnudag
Dagskráin er vegleg, m.a mun leikhópurinn Lotta sýna hið vinsæla barnaleikrit um Hans klaufa, Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður skemmta, fræðandi göngu- og söguferðir, ýmsar afurðir úr Dalabyggð og Reykhólasveit ásamt afurðum úr matjurtagarðinum í Ólafsdal. Síðan eru tvær áhugaverðar sýningar í Ólafsdalshúsinu. Dagskrá Ólafsdalshátíðar 11:00 Undanfari hátíðar. Gönguferð frá Ólafsdalshúsinu og inn í Hvarfsdal og Draugaskot undir …
Verslunarmannahelgin í Dölum og nágrenni
Ýmislegt verður um að vera hér í Dölum um helgina, bæði skipulagt og óskipulagt. Málþing um Matthías Jochumson á Nýp, Skarðsströnd á laugardag. Farið um söguslóðir Melkorku Mýrkjartansdóttur á sunnudag. Sýningin Dalir og Hólar 2010 verður í Ólafsdal, Króksfjarðarnesi, Nýp og Röðli. Í Ólafsdal í Gilsfirði er sýning í tilefni að 130 ár eru síðan Torfi Bjarnason stofnaði búnaðarskóla þar. …