Ágætu íbúar, ég er að taka saman þá viðburði sem fyrirhugaðir eru á aðventunni og langar til að byðja ykkur að senda mér upplýsingar um það sem þið ætlið að gera, hvort sem um er að ræða félagasamtök eða einstaklinga. þá verða stórtóleikar í Hjarðarholtskirkju 14.des þar sem landsþekktir listamenn koma fram. Gaman væri ef við tækjum okkur saman og …
Ljósið í myrkrinu.
Núna þegar dagarnir fara að styttast og kuldinn að leika sér að okkur er gott að geta verið innandyra og haft það huggulegt. Blómalindin býður nú upp á eldri kerti í nokkrum gerðum á 50% afslætti. Mikið af ilmkertum, á gamla góða verðinu meðan byrgðir endast, en það á einnig við um kertin frá Bröste. Nú má búast við að …
Tilkynningar frá Leikklúbbi Laxdæla
Leikklúbburinn er að leggja af stað í undirbúning á Jörvagleðisýningu fyrir næsta vor og vildi athuga með áhuga fólks á að vera með. Bæði vantar okkur leikara og gott fólk til að koma að uppsetningu og fleiru. Nýjir félagar í Leikklúbb Laxdæla eru ávallt velkomnir. Hláturjóga Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20:00 stendur leikfélagið fyrir hláturjóganámskeiði í Grunnskólanum í Búðardal. Allir …
Steinn Steinarr í 100 ár
Hátíðardagskrá í Tjarnarlundi, Saurbæ, Dalabyggð 15. nóvember 2008 kl. 15:00 Nemendur Grunnskólans í Tjarnarlundi sem eru á aldrinum 6-16 ára, frumflytja einn af 6 köflum tónverks eftir Snorra Sigfús Birgisson. Stjórnandi flutnings Haraldur G. Bragason. Nemendur grunnskólans munu einnig flytja ljóð og Þorrakórinn mun syngja lög við ljóð Steins undir stjórn Halldórs Þorgils Þórðarsonar. Myndverk nemenda, innblásin af ljóðum Steins, …
Bókun byggðarráðs um tekjustofna
Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókun lögð fram: Byggðarráð Dalabyggðar lýsir yfir undrun og vonbrigðum með einhliða ákvörðun ríkisins um að lækka fasteignaskatt af opinberu húsnæði í eigu ríkisins úr 1,32% í 0,88% af fasteignamati. Tillaga um þetta var lögð fram á Alþingi í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009. Þann 2. apríl sl. var undirritaður nýr …
Könnun fræðslunefndar um heilsdagsskóla
Svör við könnun fræðslunefndar um heilsdagsskóla Í október og byrjun nóvember var öllum foreldrum barna í leikskóla og 1. – 4. bekk grunnskóla sveitarfélagsins send könnun. Þar sem hluti bréfanna fór ekki út fyrr en eftir 1. nóvember hefur svarfrestur verið lengdur til 15. nóvember. Fræðslunefnd vill hvetja foreldra til að skila inn könnuninni á pósthúsið eða með sveitapóstinum fyrir …
UDN 90 ára
Afmælishóf UDN verður haldið í Dalabúð 8. nóvember 2008 og hefst kl. 16:00 Á sama tíma verður sýning á ýmsum munum, s.s. fatnaði, fánum, bikurum o.fl., sem tengjast sögu UDN (Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga) í 90 ár og aðildarfélaganna frá stofnun þeirra. Jafnframt verður sýning á ljósmyndum frá ýmsum viðburðum tengdum UDN og íþróttastarfi og einnig verður ýmsum gömlum og …
Nýjar myndir á vefnum
Nú eru komnar myndir á vefinn frá velheppnuðum haustfagnaði sauðfjárbænda í Dölum og vígsluathöfn skátafélagsins Stíganda.
Bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar um efnahagsmál
Á fundi sveitarstjórnar þann 28. október sl. var eftirfarandi bókun lögð fram: Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á stjórnvöld að styrkja grunngerð samfélagsins sem eru sveitarfélögin og tryggja rekstrargrundvöll þeirra. Það er einmitt rétti tíminn til þess að sækja fram á þeim vettvangi. Uppbyggingin hefst með grunngerðinni og þar á ekki að beita niðurskurðarhnífnum. Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir …
Dalaleikar 2008
Leikklúbbur Laxdælahefur hugsað sér að hrista saman fólk, fyrirtæki, klúbba, fjöl-skyldur, vini og önnur félög í Dalabyggð og nærsveitum á skemmtilegum vetrarleikum svona rétt áður en jólamánuðurinn og stressið sem honum fylgir gengur í garð. Stefnt er á að leikarnir taki 3 kvöld, 10. 17. og 24. nóvember, þar sem 1. eða 2. kvöldið verður keppt utandyra eða í réttinni. …