Sveinn Pálsson er nýr sveitarstjóri Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Sveinn Pálsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar til næstu fjögurra ára. Hann var valinn úr stórum hópi umsækjenda og tekur við af Grími Atlasyni sem verið hefur sveitarstjóri undanfarin tvö ár. Sveinn kemur til starfa þann 23. ágúst næstkomandi.
Sveinn er 48 ára gamall byggingarverkfræðingur, kvæntur Soffíu Magnúsdóttur skólaliða og eiga þau þrjá syni; Magnús Orra háskólanema, Sölva Hrafn menntaskólanema og Pál Andra 11 ára. Undanfarin átta ár hefur hann verið sveitarstjóri og byggingarfulltrúi í Mýrdalshreppi, en starfaði áður sem verkfræðingur og byggingarfulltrúi. Sveinn hefur í gegnum tíðina verið virkur þátttakandi í ýmsum félagsstörfum og m.a. verið formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga frá árinu 2007.
Sveitarstjórn Dalabyggðar vill nota tækifærið og þakka öllum umsækjendum fyrir áhugann sem þeir sýndu starfinu og jafnframt bjóða Svein og fjölskyldu hans velkomna í Dalina.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei