Ólafsdalshátíð á sunnudag

DalabyggðFréttir

Dagskráin er vegleg, m.a mun leikhópurinn Lotta sýna hið vinsæla barnaleikrit um Hans klaufa, Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður skemmta, fræðandi göngu- og söguferðir, ýmsar afurðir úr Dalabyggð og Reykhólasveit ásamt afurðum úr matjurtagarðinum í Ólafsdal. Síðan eru tvær áhugaverðar sýningar í Ólafsdalshúsinu.

Dagskrá Ólafsdalshátíðar

11:00 Undanfari hátíðar.
Gönguferð frá Ólafsdalshúsinu og inn í Hvarfsdal og Draugaskot undir leiðsögn Kristjáns Inga Arnarssonar í Stórholti. Fremur auðveld ganga.
13:00-14:00 Ólafsdalur, frumkvöðlasetur 21. aldar.
Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins.
Ávarp: Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Undirritun samnings um Ólafsdal.
Söngskemmtun: Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson.
14:00-17:00 Ólafsdalsmarkaður
MS í Búðardal býður ostasmakk með aðalbláberjum úr Reykhólasveit – kræklingur frá Nesskel – grænmeti úr matjurtagarðinum í Ólafsdal – ís frá Erpsstöðum – handverksmarkaður – afurðir úr hráefni frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum – kaffi, kleinur og safi í boði Ólafsdalsfélagsins – Dalaleir: leirlistakonan Sigríður Erla – hvannalamb frá Ytri-Fagradal – Ólafsdalshappdrætti til styrktar félaginu (miðaverð 500 kr). – hestar teymdir undir börnum – önnur húsdýr – slegið með orfi og ljá.
14:15 „Í spor jarðyrkjumannsins Torfa“
Stutt söguganga með Bjarna Guðmundssyni, prófessor á Hvanneyri.
15:00 Hans Klaufi
Leikhópurinn Lotta sýnir barnaleikritið Hans klaufa sem er í frægðarför um landið. Sýningin tekur tæpa klukkustund.
13:00-17:00 Sýningar í Ólafsdal
Afmælissýningin „Ólafsdalsskólinn 1880-1907“ á 1. hæð Ólafsdalshússins. Listsýningin „Dalir og Hólar – ferðateikningar“ á 2. hæð Ólafsdalshússins.
13:00-23:30 Kaffihlaðborð á Skriðulandi
Netsamband er enn stopult í Ólafsdal og því eru gestir beðnir um að hafa með sér lausafé hafi þeir hug á að versla á markaði eða taka þátt í Ólafsdalshappdrætti.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins www.olafsdalur.is

Fyrir þá sem hyggjast gista á svæðinu í fellishýsi, húsbíl eða tjaldi er möguleiki að gista nærri húsinu þar sem nú hefur verið slegin stærri flöt en áður. Þeir sem það hyggjast gera vinsamlegast hafi samband við Rögnvald Guðmundsson í síma 693 2915.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei