Melkorka Mýrkjartansdóttir

DalabyggðFréttir

Hvað varð um Melkorku?
Sunnudaginn 1. ágúst verður dagskrá um konungsdótturina Melkorku Mýrkjartansdóttur.
Sunnudaginn 1. ágúst verður dagskrá fyrir unga og aldna um konungsdótturina Melkorku sem numin var á brott frá Írlandi og flutt í Dali.
Farið verður um söguslóðir á fjölskyldubílnum og saga hennar rakin og upplifuð og er þannig tilvalinn sunnudagsbíltúr fyrir fjölskylduna.
Upphaf dagskrár er í Leifsbúð í Búðardal klukkan 12:30 þar sem sagan er rifjuð upp með hjálp mynddiskins um hana; Melkorka, rætur íslenskrar menningar.
Í Leifsbúð er hægt að fá keyptar veitingar.
Ekið verður um um söguslóðir með viðdvöl í Laxárósi og á Höskuldsstöðum. Endað verður í Hjarðarholtskirkju þar sem dagskráin endar um kl. 15 á helgistund með söngvum frá heimalandi Melkorku. Á eftir er hægt að setjast út í skógarlund með nestið sitt.
Fyrir dagskránni standa séra Óskar Ingi Ingason sóknarprestur og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson höfundur mynddisksins um Melkorku.
Þátttaka er ókeypis.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei