Sveitarstjórn Dalabyggðar – 224. fundur

Kristján IngiFréttir

FUNDARBOÐ 224. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 18. ágúst 2022 og hefst kl. 16:00   Dagskrá: Almenn mál 1. 2207024 – Uppsögn á samningi um félagsþjónustu 2. 2208004 – Vegamál 3. 2205017 – Fjallskil 2022 4. 2207023 – Umsókn um skólavist utan sveitarfélags Fundargerðir til staðfestingar 5. 2206003F – Byggðarráð Dalabyggðar – 292 6. 2206005F …

Bókabingó 2022

SafnamálFréttir

Síðasti dagur til að skila inn bingóspjöldum er fimmtudagurinn 18. ágúst. Þau börn sem skila bingóspjaldinu sínu á bókasafnið fá að launum glaðning fyrir þátttökuna ásamt viðurkenningarskjali fyrir að hafa lokið við bingóið. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:30-17:00.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

SafnamálFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Íbúafundur – DalaAuður

SafnamálFréttir

Íbúafundur í Búðardal í verkefninu DalaAuður undir merkjum Brothættra byggða Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 18:00 – 20:30. Fundurinn er haldinn í tengslum við byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir en verkefnið í Dalabyggð fékk nafnið DalaAuður á íbúaþingi í vor. Á íbúafundi verður kynnt tillaga að verkefnisáætlun fyrir DalaAuð, þar sem sett hafa verið fram markmið sem snúa …

Aðalfundur Undra

SafnamálFréttir

Aðalfundur Íþróttafélagsins Undra verður haldinn í Dalabúð mánudaginn  29. ágúst kl. 20:00. Dagskrá fundar: Yfirlit ársins Fjármál Kynning á vetrardagskrá Önnur mál Allir eru velkomnir. Stjórn Íþróttafélagsins Undra

Rafmagnslaust í Sælingsdal

SafnamálFréttir

Rafmagnslaust verður frá Árbæ í Hvammssveit og inn í Sælingsdal föstudaginn 19. ágúst 2022 frá kl 00:00 til kl 04:00 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK á Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Hundahald í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Um hundahald í Dalabyggð gildir samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Samþykktina má finna HÉR. Alla hunda í Búðardal skal skrá á skrifstofu Dalabyggðar og greiða skráningargjald, eftir það er greitt árgjald. Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Í árgjaldi er innifalin ábyrgðartrygging og hundahreinsun. Hundahreinsun í dreifbýli fer fram samhliða öðrum …

Rafmagnslaust í Suðurdölum

SafnamálFréttir

Rafmagnslaust verður í Suðurdölum frá Álfheimum að Fellsenda miðvikudaginn 3. ágúst. Fyrst frá kl. 11:00 til kl. 11:20 og svo aftur frá kl. 17:00 til kl. 17:20  vegna vinnu við dreifikerfi RARIK. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá …

Laugar í Sælingsdal

SafnamálFréttir

Dalabyggð og óstofnað eignarhaldsfélag hafa gert með sér kaupleigusamning vegna fasteigna sveitarfélagsins að Laugum í Sælingsdal. Eignarhaldsfélagið tekur eignirnar á leigu til 15. janúar 2025 og hefur eftir það kauprétt á þeim fyrir kr. 270.000.000. Tilboð þessa efnis var samþykkt á fundi byggðarráðs Dalabyggðar í morgun.

Bókabingó – Lestrarátak í Dalabyggð sumarið 2022

DalabyggðFréttir

Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar og bókasöfn standa reglulega fyrir lestrarátaki en yfir sumartímann er hætt við að lestur detti niður eða gleymist í fríi og ferðalögum. …