Rafmagnsleysi í Búðardal 19.05.2022

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður við Sunnubraut, Búðarbraut, Miðbraut og Ægisbraut 19.05.2022 frá kl 14:00 til kl 14:20 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Laus störf við Auðarskóla í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Umsjónakennarar við Auðarskóla Í Auðarskóla eru lausar stöður umsjónarkennara á yngsta, mið- og elsta stigi. Um er að ræða fimm 100% stöður  Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar. Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og eru um 90 nemendur í grunnskólanum. …

Vinnuskóli Dalabyggðar 2022

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 8. júní  og til loka júlí (með einnar viku hléi) og er fyrir unglinga fædda 2005 til 2009. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 19. maí nk. Athugið að ekki er hægt að tryggja að umsóknir sem berast eftir þann tíma verði samþykktar. Frekari upplýsingar: Reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar Vinnuskóli Dalabyggðar – umsóknareyðublað

Rafmagnsleysi í Búðardal 18.05.2022

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður við Sunnubraut, Miðbraut og Ægisbraut 18.05.2022 frá kl 10:00 til kl 10:20 og kl 16:00 til kl 16:20 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Niðurstöður könnunar um sameiningarkosti

DalabyggðFréttir

Alls tóku 304 þátt í könnun um sameiningarkosti Dalabyggðar sem fram fór samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022.   Spurning 1: Ætti Dalabyggð að hefja sameiningarviðræður? 240 svöruðu játandi spurningunni hvort Dalabyggð ætti að hefja sameiningarviðræður. Nei sögðu 22, 26 merktu við að þeir hefðu ekki skoðun, 15 seðlar voru auðir og einn ógildur.   Spurning 2: Hvaða sameiningarvalkostur er æskilegastur …

Sveitarstjórnarkosningar 2022 – úrslit

SafnamálFréttir

Sveitarstjórn 2022-2026 Ingibjörg Þóranna Steinudóttir 199 atkvæði Eyjólfur Ingvi Bjarnason 195 atkvæði Garðar Freyr Vilhjálmsson 191 atkvæði Guðlaug Kristinsdóttir 185 atkvæði Einar Jón  Geirsson 168 atkvæði Þuríður Jóney Sigurðardóttir 132 atkvæði Skúli Hreinn Guðbjörnsson 132 atkvæði   Varamenn 1. Sindri Geir Sigurðarson 97 atkvæði 2. Alexandra Rut Jónsdóttir 129 atkvæði 3. Jón Egill Jónsson 88 atkvæði 4. Ragnheiður Pálsdóttir 81 …

Sveitarstjórnarkosningar 2022

DalabyggðFréttir

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Dalabyggð verður í Dalabúð laugardaginn 14. maí 2022 kl. 10-20. Í Dalabyggð verða óbundnar kosningar (persónukjör). Allir kjósendur eru því í kjöri. Löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan kjöri eru þeir sem áður hafa setið í sveitarstjórn. Halla Sigríður Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal skorast undan að taka kjöri. Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna …

Viðgerð á vatnsveitu við Vesturbraut – lokið

Kristján IngiFréttir

Unnið er að viðgerð á leka á stofnlögn vatnsveitunnar í Búðardal neðan við Vesturbraut milli MS og tjaldsvæðis. Aðgerðin hefur undið upp á sig þar sem stofninn sem lekur er á miklu dýpi og talsvert rask orðið á svæðinu. Vegfarendur á göngustígnum með Vesturbrautinni er beðnir um að sýna aðgát og virða lokanir í kring og passa sig jafnframt á …

Búningamátun hjá Undra

DalabyggðFréttir

Það verður mátun og sýning á fatnaði á fimmtudaginn (12. maí) kl. 15:00 til 16:30 í skólanum. Þetta er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að eignast merktan fatnað. Pöntunin verður send inn á laugardaginn, ef þið komist ekki enn hafið áhuga á að panta má hafa samband við Þórey á Facbook eða í tölvupósti thoreyb@gmail.com eða síma 821-1183 …

Götusópun í Búðardal

DalabyggðFréttir

Götusópun verður í Búðardal 12. og 13. maí nk. (fimmtudagur og föstudagur), við viljum biðja íbúa um að sjá til þess að ökutæki og annað sé ekki að hefta för um götur þessa daga svo árangurinn verði sem bestur.