Skimun fyrir krabbameini í Búðardal

DalabyggðFréttir

Athugið vel hvert skal hringja til að panta tíma

 

 English & Polska: Skimanir

 

Skimun fyrir brjóstakrabbameini verður 4.-5. september

Tímapantanir eru í síma 513 6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is

 

Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini

Núna er einkennalausum konum á aldrinum 40 – 69 ára boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70-74 ára á þriggja ára fresti.

 

Haustið 2023 verður skimað fyrir brjóstakrabbameini á þessum stöðum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) –  með fyrirvara um breytingar:

Búðardalur  –  4. og 5. september
Hólmavík  –  6. september
Stykkishólmur  –  25. til 26. september
Ólafsvík / Grundarfjörður  –  2. til 4. október  

 

Skimun fyrir leghálskrabbameini verður 5. september

Tímapantanir eru í síma 432 1450

 

Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini.

Vekjum athygli á að barnshafandi konur geta einnig óskað eftir viðtali vegna meðgöngu og fæðingar, hjá Helgu Hreiðarsdóttur ljósmóður sem annast sýnatökur vegna leghálskrabbameins.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei