Íbúðir til leigu í Bakkahvammi / Apartments for rent in Bakkahvammur

DalabyggðFréttir

English below

Opið er fyrir umsóknir um íbúðir að Bakkahvammi 15a-c, 370 Búðardal.

Um er að ræða þrjár íbúðir, tvær eru 84,2fm og ein er 84,1. Samliggjandi stofa og eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymsla, þvottahús og anddyri.

Leiguverð er 185.000 kr.- (fyrir utan hita og rafmagn) á íbúð a og c en 184.000 kr.- á íbúð b.
Leiguverð er tengt við vísitölu neysluverðs (mánaðarlega) og leggja þarf fram tryggingu (bankaábyrgð) sem nemur 2ja mánaða leigu.

Íbúðirnar eru ætlaðar aðilum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu (sbr. reglugerð nr. 183/2020) og eru þau eftirfarandi:

  • 7.696.000 kr. ári, fyrir skatta (eða 641.333 kr. á mánuði) fyrir hvern einstakling.
  • 10.775.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 897.917 kr. á mánuði) fyrir hjón og sambúðarfólk.
  • 1.924.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 160.333 kr. á mánuði) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu.

Heildareign heimilis má ekki vera hærri en 8.307.000 kr.

Athugið að öll samskipti varðandi íbúðirnar verða á rafrænu formi í gegnum netfangið: bakkahvammur@dalir.is.

Þeir sem hafa áhuga á íbúðunum skulu skila inn umsókn fyrir föstudaginn 25. ágúst n.k.

 

Haft verður samband við þá sem hafa verið skráðir á biðlista eftir íbúðunum en þeir þurfa einnig að skila inn umsókn.

 

Umsóknareyðublað: 

Umsóknareyðublað fyrir íbúð – pdf

Umsóknareyðublað fyrir íbúð – word

 

 

Open for applications for apartments at Bakkahvammur 15a-c, 370 Búðardal.

There are three apartments, two are 84.2 square meters and one is 84.1 square meters. Adjoining living room and kitchen, two bedrooms, bathroom, storage room, laundry room and entrance.

The rental price is ISK 185,000 (excluding heat and electricity) for apartments a and c, but ISK 184,000 for apartment b.
The rental price is linked to the consumer price index (monthly) and a bank guarantee of 2 months’ rent must be provided.

The apartments are intended for people who are below certain income and property limits at the start of the lease (see regulation no. 183/2020) and are the following:

  • 7,696,000 ISK per year, before taxes (or ISK 641,333 per month) for each person.
  • 10,775,000 ISK per year, before taxes (or ISK 897,917 per month) for married couples and cohabitants.
  • 1,924,000 ISK per year, before taxes (or ISK 160,333 per month) is added for each child or youth up to the age of 20 living in the household.

The total assets of a household may not exceed 8,307,000 ISK.

Please note that all communications regarding the apartments will be via email address: bakkahvammur@dalir.is.

Those interested in the apartments must submit an application by next Friday, August 25th.

 

Those who have been registered on the waiting list for the apartments will be contacted, but they must also submit an application.

 

Application form: 

Application for apartment – pdf

Application for apartment – word

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei