Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi

SveitarstjóriFréttir

Kæri íbúi í Dalabyggð

Okkur íbúum Dalabyggðar er nú boðið að taka þátt í könnuninni „Staðarandi í Dalabyggð“.

Þessi könnun er liður í verkefninu „Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi“ sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Háskólans á Bifröst og er styrkt af byggðaáætlun. Markmið verkefnisins er að útbúa vörumerki og verkfærakistu fyrir Dalabyggð sem nýtist m.a. til að móta stefnu sveitarfélagsins í markaðssetningu fyrir nýja íbúa, fjárfesta og í ferðaþjónustu.

Könnuninni er ætlað að greina staðaranda Dalabyggðar og kortleggja sjálfsmynd íbúa á svæðinu. Með því er hægt að vinna með styrkleika svæðisins og meta veikleika þess.

Það er mikilvægt að sem flestir íbúar Dalabyggðar svari könnuninni þar sem niðurstöðurnar gætu verið þýðingarmiklar fyrir framtíð byggðaþróunar á svæðinu og landinu öllu, því vonast er til þess að verkefnið gefi fordæmi sem nýst geti fleiri íslenskum byggðarlögum. Markmiðið er að upp úr þessari vinnu verði unnin handbók eða aðgerðaáætlun sem íslensk sveitarfélög geti nýtt sér til að efla staðaranda sinn.

Þátttakendur þurfa að vera 18 ára eða eldri og hafa fasta búsetu í Dalabyggð.

Ábyrgðaraðilar eru Bjarki Þór Grönfeldt lektor við Háskólann á Bifröst (bjarkig@bifrost.is) og Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri DalaAuðs (linda@ssv.is).

Könnunina er hægt að taka í tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Slóðin á könnunina er hér.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei