Hjólað í vinnuna 2022

DalabyggðFréttir

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2022 hefjist í tuttugasta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 4. – 24. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 20. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 24. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn …

Framboðsfundur og upplýsingasíða vegna sveitarstjórnarkosninga

DalabyggðFréttir

Framboðsfundur Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 20:00 í félagsheimilinu Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:45. Þeir sem hafa áhuga á að vera kosnir í sveitarstjórn Dalabyggðar og vilja taka þátt í fundinum skulu tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Dalabyggðar í síma 430 4700 eða á netfangið dalir@dalir.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 3. maí nk. …

Laust starf: Skipulagsfulltrúi

DalabyggðFréttir

Starf skipulagsfulltrúa Dalabyggðar er laust til umsóknar. Skipulagsfulltrúi sinnir einnig skipulagsmálum fyrir Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp og Strandabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands …

Laust starf: Markavörður

DalabyggðFréttir

Staða markavarðar er laus til umsóknar. Verkefni markavarðar eru skilgreind í afréttarlögum nr. 6/1986 og í reglugerð um mörk og markaskrár nr. 200/1998 með síðari breytingum. Markavörður annast skráningu og birtingu búfjármarka og stendur að útgáfu markaskrár í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Leitað er að samviskusömum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og skipulega. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is …

Sveitarstjórnarkosningar 2022

DalabyggðFréttir

Enginn framboðslisti var lagður fyrir kjörstjórn og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör) í Dalabyggð og allir kjósendur sveitarfélagins eru í kjöri. Hjá afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla á  þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30-13. Dagsetningar utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru 19. apríl, 26. apríl, 28. apríl, 3. maí, 5. maí, 10. maí og 12. maí. Kjörskrá fyrir Dalabyggð liggur frammi á …

Sjálfboðaliðaverkefni 2022

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 6. maí. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal …

Vinnuskóli Dalabyggðar 2022

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 8. júní  og til loka júlí (með einnar viku hléi) og er fyrir unglinga fædda 2005 til 2009. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí. Frekari upplýsingar: Reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar Vinnuskóli Dalabyggðar – umsóknareyðublað

Skoðanakönnun vegna sameiningar sveitarfélaga

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að kanna hug íbúa til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður. Réttur til þátttöku í skoðanakönnuninni er sá sami og í sveitarstjórnarkosningum. Hægt er að taka þátt með því að mæta á kjörstað sveitarstjórnarkosninga í Dalabúð, kl. 10-20, á kjördegi þann 14. maí. Einnig er hægt að taka þátt utan kjörfundar á skrifstofu Sýslumannsins á Vesturlandi, að …

Aðalfundur sóknar Hjarðarholtskirkju

DalabyggðFréttir

Aðalfundur sóknar Hjarðarholtskirkju verður haldinn mánudaginn 25. apríl 2022 í safnaðarheimilinu kl.20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Hvetjum sóknarbörn til að mæta, það verður heitt á könnunni. – Stjórnin

Viðvera menningarfulltrúa 25. apríl

DalabyggðFréttir

Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV verður með viðveru í Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrinu í Búðardal mánudaginn 25. apríl nk. frá kl.13:00-15:00. Um að gera að hitta á Sigurstein og ræða plön fyrir sumarið varðandi viðburði og fleira. Menningarfulltrúi vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál. Menningarfulltrúi starfar með uppbyggingarsjóðnum og veitir umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf. Menningarfulltrúi vinnur einnig með …