Verðkönnun: Ræstingar í Auðarskóla og Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir verði í ræstingar á húsakynnum Auðarskóla (Miðbraut 6-8, 370 Búðardal) og Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar (Miðbraut 11, 370 Búðardal).

Verkefnið felur í sér ræstingu í húsakynnum Auðarskóla (skólastofur, gangar, herbergi, anddyri, skrifstofur og mötuneyti ásamt salernum) og ræstingu í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar (anddyri, skrifstofur, stigagangar, bókasafn, lyfta, eldhús, salir og salerni). Ræsting getur m.a. verið að rykmoppa, blautþvo eða ryksuga gólf, þurrka af snertiflötum og borðum, henda rusli, bæta á salernispappír, þurrkur og sápu, setja tuskur og þvegla í þvottavél, allt eftir eðli rýmis og ástandi hverju sinni.

Vettvangsskoðun verður haldin föstudaginn 14. júlí kl.13:00 og eru áhugasamir hvattir til að mæta og kynna sér aðstæður.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið sveitarstjori@dalir.is fyrir kl. 12:00 þann 26. júlí nk.

Tilboð verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska kl.13:00 sama dag.

Verðkönnun – Auðarskóli og Stjórnsýsluhús – Gögn og tilboðsblöð

Yfirlit yfir fyrirkomulag þrifa – Auðarskóli og Stjórnsýsluhús – Gögn með verðkönnun

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei