Laus störf við Auðarskóla í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Umsjónakennarar við Auðarskóla Í Auðarskóla eru lausar stöður umsjónarkennara á yngsta, mið- og elsta stigi. Um er að ræða fimm 100% stöður  Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar. Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og eru um 90 nemendur í grunnskólanum. …

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:00 í Tjarnalundi. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Umræður um tilfærslu Staðarhólssóknar í Dalaprestakall. Önnur mál. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Kveðja, sóknarnefndin

Sauðburðarbakkelsi 2022

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla býður til sölu sauðburðarbakkelsi fyrir svanga bændur og búalið.   Pakki 1: Ástarpungar 20 stk – Pitsasnúðar 20 stk – Kanilsnúðar 20 stk – Súkkulaðikökur 20 stk Verð   9000 kr.-   Pakki 2: Kleinur 20 stk – Skinkuhorn 20 stk – Muffinskökur 20 stk – Hjónabandssæla Verð   8.500 kr.-   Panta skal hjá Ernu á Fellsenda sími 865-4342 …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 218.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ   218. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, mánudaginn 11. apríl 2022 og hefst kl. 20:00 Dagskrá: Almenn mál 1.   1911028 – Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð           Fundargerðir til staðfestingar 2.   2203006F – Stjórn Dvalar– og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns – 56           Fundargerðir til kynningar 3.   1911028 – Fundargerðir bygginganefndar íþróttamannvirkja í Dalabyggð …

Sveitarstjórnarkosningar 2022

SafnamálFréttir

Enginn framboðslisti var lagður fyrir kjörstjórn og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör). Allir kjósendur sveitarfélagins verða í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. Þeir sem ætla að skorast undan kjöri samkvæmt 49. gr. kosningalaga nr. 112/2021 skulu senda staðfestingu þar um á netfangið safnamal@dalir.is. Upplýsingar um flest …

Breyting á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal við Gilsfjörð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 5. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal við Gilsfjörð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin fellst í stækkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir merktum gönguleiðum um dalinn, áningarstöðum með upplýsingaskiltum, prílum yfir girðingu og skógrækt. Þá eru nokkrir byggingarreitir stækkaðir og byggingarreit fyrir salernisaðstöðu …

Ráðning skólastjóra Auðarskóla samþykkt

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 5. apríl sl. að ráða Herdísi Ernu Gunnarsdóttur í starf skólastjóra Auðarskóla. Herdís er með B.Sc. í líffræði og B.Ed. í gunnskólakennarafræði og hefur leyfisbréf sem leik-, grunn- og framhaldsskólakennari. Auk þess er hún að leggja lokahönd á lokaritgerð sína í M.Ed. námi í stjórnun menntastofna við Háskóla Íslands. Herdís hefur starfað sem kennari frá …

Fyrirlestur – Tækifæri til smávirkjana í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Arnar Bergþórsson hjá Arnarlæk ehf. verður í Nýsköpunar- og frumkvöðlasetri Dalabyggðar (1. hæð Stjórnsýsluhússins), þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 20:00 Arnar mun fara yfir skýrslu sem Arnarlækur vann fyrir SSV um frumúttekt valkosta fyrir smávirkjanir á Vesturlandi ásamt því að fara yfir tækifæri í smávirkjunarvalkostum í Dalabyggð. Kaffi á könnunni og allir velkomnir! Skýrslu Arnarlæks ehf. sem unnin var fyrir …

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Komdu þinni hugmynd í framkvæmd! Styrkir sem eru til úthlutunar nú eru til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á vef SSV er rafræn umsóknargátt. Kynnið ykkur vel reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí nk. en úthlutun fer fram í júní. Aðstoð við umsóknir veita: Ólafur Sveinsson – olisv@ssv.is  892-3208 …

Sveitarstjórnarkosningar 2022

DalabyggðFréttir

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Kjörstjórn Dalabyggðar tekur við framboðum föstudaginn 8. apríl kl. 11-12 í fundarsal stjórnsýsluhússins. Komi engir framboðslistar fram verða óbundnar kosningar. Skráning kjósanda á kjörskrá miðast við skráningu lögheimilis kjósanda á viðmiðunardegi kjörskrár sem er miðvikudaginn 6. apríl kl. 12. Upplýsingar um kosningarnar er að finna á heimasíðu …