Matjurtagarðurinn tilbúinn

DalabyggðFréttir

Nú er búið að tæta matjurtagarðinn í Búðardal fyrir áhugasama.

Þar geta íbúar Dalabyggðar sett niður og sinnt matjurtum í sumar.

Gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, einstaklingar sjá sjálfir um að taka frá reit í matjurtagarði. Gott er að afmarka reitina með sjáanlegum hætti.

Ekki er tekið gjald fyrir afnot af reit í garðinum.

Garðurinn er staðsettur til hliða við vatnstanka. Ekið er upp afleggjara að hesthúsahverfinu. Sjá mynd:

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei